Messi útilokar ekki að spila á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi fagnar heimsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Frakklandi í úrslitaleiknum á HM í Katar. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi ætlaði að kveðja argentínska landsliðsins á HM í Katar en það breyttist mikið eftir að hann vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið. Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Sjá meira
Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Sjá meira