Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að með fylgi úrkoma sem gæti byrjað sem slydda, en fari síðan yfir í rigningu. Það hlýni með sunnanáttinni.
Í kvöld og nótt snýst síðan vindur til suðvestanáttar, það verður enn hvasst og það kólnar með éljum.
Gular viðvaranir eru í gildi á stærstum hluta landsins í dag. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi á hádegi og gildir til klukkan 19. Norðaustantil, suðaustantil og á miðhálendi eru viðvaranir til gildi fram á kvöld.

Á morgun er útlit fyrir allhvassa suðvestanátt með éljum og hita um og undir frostmarki.
Á sunnudag er síðan aftur útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu og hlýindum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Suðvestan 13-20 m/s og él, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti um og undir frostmarki.
Á sunnudag: Sunnan hvassviðri eða stormur með talsverðri rigningu og hlýindum, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
Á mánudag: Hvöss suðvestanátt með éljum og frystir, en þurrt á Austurlandi.
Á þriðjudag: Suðvestan stormur með snjókomu eða slyddu og síðar éljum. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag: Líkur á að lægð fari yfir landið með breytilegri vindátt og hvössum vindi. Víða úrkoma og hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag: Norðvestan stormur með snjókomu, einkum á norðanverðu landinu. Lægir og úrkomulítið síðdegis.