Sport

Dag­skráin í dag: Gríðar­lega mikil­vægur leikur í Vestur­bænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorvaldur Orri og félagar í KR fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn.
Þorvaldur Orri og félagar í KR fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn. Vísir/Bára Dröfn

Það er sannkallaður stórleikur í Subway deild karla þegar KR og Þór Þorlákshöfn mætast í fallbaráttuslag. Við bjóðum einnig upp á golf, keilu og Ljósleiðaradeildina.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway deildar kvenna.

Klukkan 19.15 er keppni í keilu á Reykjavíkurleikunum, RIG 2023 á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 12.30 er Magical Kenye Ladies Open-mótið í golfi á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.05 er leikur KR og Þórs Þorlákshafnar í Subway deildar karla á dagskrá. Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og leikur kvöldsins gæti skorið úr um hvort þeirra fellur eða ekki.

Klukkan 20.05 er leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í sömu deild á dagskrá. Að honum loknum, klukkan 22.00, eru Tilþrifin á dagskrá.

Stöð 2 Esport

Klukkan 19.15 hefst Ljósleiðaradeildin. Þar er keppt í CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×