Sabitzer er 28 ára gamall leikmaður sem getur leyst stöðu miðjumanns og framherja. Hann hefur lverið í herbúðum Bayern München frá árinu 2021 þar sem hann hefur skorað tvö mörk í 40 deildarleikjum.
Welcome to United, Marcel Sabitzer 👊#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) February 1, 2023
Áður var Sabitzer í sjö ár hjá RB Leipzig þar sem hann lék 177 leiki í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði 40 mörk. Þá hefur Sabitzer einnig skorað tólf mörk í 68 leikjum fyrir austurríska landsliðið.