Staðfest að 87 hafi látist í sprengingunni í Pakistan Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 07:52 Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar í Peshawar. EPA Yfirvöld í Pakistan hafa nú staðfest að 87 hafi látist í árás sjálfsvígssprengjumanns í mosku í pakistanska héraðinu Peshawar í gær. Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan. Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan.
Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23
Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56