Telur bæjaryfirvöld vilja fórna Ástjörn fyrir Haukahúsið Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2023 11:39 Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. vísir/vilhelm Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, segir þyngra en tárum taki að bæjaryfirvöld telji sig þess umkomna að vera ósammála mati fagstofnunar um náttúruvernd. Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar. Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
Fyrir liggur álit umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum framkvæmdum við Ástjörn – bygging Haukahúss á bökkum tjarnarinnar – og svo viðbrögð bæjaryfirvalda við nýlegu áliti Skipulagsstofnunar. Í mati umhverfisstofnunar er tekið undir með Skipulagsstofnun í öllum meginatriðum, ýmsir meinbugir séu á fyrirhuguðum framkvæmdum, „að verið sé að taka áhættu með því að reisa stórt knatthús steinsnar frá viðkvæmri náttúru líkt og ráðgert er. Verði byggingarleyfi veitt telur stofnunin nauðsynlegt að það verði fylgst vel með áhrifum framkvæmdanna á friðlýsta svæðið og að til staðar sé viðbragðsáætlun.“ Í álitinu, sem gefið var út 20. janúar síðastliðinn, er meðal annars komið inn á að til standi að reisa húsið á nútímahrauni sem er sprungið í stórar blakkir. Því eru líkur á því að vatn úr tjörninni muni renna inn í grunn knattspyrnuhússins á framkvæmdatíma. Bærinn hreinlega ósammála UST Davíð segir bæinn almennt bregðast jákvætt við ábendingum sem finna má í umsögninni, um að tekið sé mið af meginreglum um náttúruvernd við útgáfu byggingarleyfis, um vöktun og viðbragðsáætlanir og umhverfisábyrgð. „Aftur á móti virðist bærinn hreinlega ósammála UST, fagstofnun náttúruverndar á Íslandi, um lekt hraunsins sem húsið mun hvíla á.“ Davíð Arnar er þar að tala um varúðarorð UST um að vatn muni flæða inn í grunn hússins á byggingartíma. Í viðbrögðum við þessum þætti málsins segja bæjaryfirvöld: „Hafnarfjarðarbær er ósammála umsögn Umhverfisstofnunar um að líkur séu á því að vatn úr tjörninni geti runnið inn í grunn knatthússins.“ Davíð Arnar telur þessi viðbrögð með miklum ólíkindum. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér „Og eftir að húsið er risið, með þeim afleiðingum að dæla verði úr grunninum, sem muni hafa áhrif á rennsli úr Ástjörn og hæð vatnsborðs með alvarlegu afleiðingum. Því sé tekin áhætta með að byggja húsið svo nærri tjörninni, líkt og Skipulagsstofnun hafði reyndar bent á og stakk upp á að því væri fundinn annar staður,“ segir Davíð Arnar en hann hefur verið gagnrýninn á það hvernig farið hefur verið á svig við eðlilega stjórnsýsluhætti, eins og þá að setja bygginguna á dagskrá áður en þessar umsagnir lágu fyrir. Ástjörn, fyrir ofan Hafnarfjörð, er einstök og hefur þar meðal annars verið varpsvæði flórgoðans, eina þekkta varpsvæði hans á Suðvesturlandi. Byggð hefur á undanförnum árum þrengt mjög að tjörninni og nú telur Davíð Arnar svo komið að henni eigi að fórna endanlega.Bjarki S Fyrirliggjandi er að lífríki Ástjarnar er viðkvæmt og þolir ekki mikið rask, ekki frekar en önnur vistkerfi. Sveiflur í vatnsyfirborði geta haft slæmar afleiðingar fyrir lífríkið, þetta hefur allt saman komið fram, en Davíð Arnar segir bærinn leiða þetta hjá sér. „Almennt er litið svo á að náttúran eigi að njóta vafans þegar kemur að framkvæmdum en svo virðist ekki vera við Ástjörn. Áform um knatthús Hauka virðast hafin yfir viðtekna stjórnsýsluhætti og náttúruverndarsjónarmið og -skyldur settar til hliðar. Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að okkur Hafnfirðingum sem er falið að gæta Ástjarnar í samvinnu við UST sé hreinlega ekki treystandi til þess,“ segir Davíð Arnar.
Umhverfismál Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43 Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Sjá meira
„Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. 11. maí 2022 11:43
Oddviti VG í Hafnarfirði telur eitt og annað varðandi Haukahús við Ástjörn glórulaust Í Hafnarfirði eru risnar ákafar deilur um framkvæmd sem er komið á það stig í ferli að vart verður aftur snúið. Um er að ræða kostnaðarsama byggingu, knatthús á svæði Hauka. 8. september 2022 14:30