Bielsea vildi taka við U-21 ára liði Everton fyrst og aðalliðinu næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 09:01 Marcelo Bielsa vildi í raun ekki taka við aðalliði Everton fyrr en í sumar. EPA-EFE/Martin Rickett Marcelo Bielsa er einstakur á margan hátt. Hann var orðaður við þjálfarastöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var á endanum ekki ráðinn. Ástæðan virðist vera sú að hann vildi láta starfslið sitt taka við aðalliði félagsins á meðan hann myndi stýra U-21 ára liði Everton. Hinn 67 ára gamli Bielsa er þekktur fyrir leikstíl sinn en hann krefst gríðarlegs ákafa. Hann er þekktur fyrir gríðarlegt æfingaálag og þá hefur hann aldrei tekið við liði á miðju tímabili. Hann þarf undirbúningstímabil til að móta leikmenn sína og kenna þeim fræðin. Bielsea stýrði Leeds United frá 2018 til 2022. Hann þekkir því ágætlega til ensku deildarinnar og var sá maður sem Farhad Moshiri, eigandi Everton, horfði hvað mest til. Bielsa hefur hins vegar engan áhuga á að taka við liði á miðju tímabili en var til í að gera málamiðlun. Marcelo Bielsa wanted to take charge of Everton s Under-21s until the summer with his staff taking charge of the first team. #EFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2023 Hann og starfslið hans myndu taka við Everton en á meðan samstarfsmenn hans myndu stýra aðalliðinu yrði hann þjálfari U-21 árs liðs félagsins. Moshiri virðist ekki hafa tekið vel í þessa hugmynd og hefur nú ráðið Sean Dyche, fyrrverandi þjálfara Burnley. Segja má að leikstíll hans og Bielsa sé eins ólíkur og mögulegt er. Dyche náði þó frábærum árangri með Burnley. Hann stýrði liðinu í áratug, frá 2012 til 2022, og kom liðinu meðal annars í Evrópudeildina. Everton er í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins, og væntanlega sá fyrsti undir stjórn Dyches, er gegn toppliði Arsenal á Goodison Park laugardaginn 4. febrúar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. 27. janúar 2023 08:39 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Hinn 67 ára gamli Bielsa er þekktur fyrir leikstíl sinn en hann krefst gríðarlegs ákafa. Hann er þekktur fyrir gríðarlegt æfingaálag og þá hefur hann aldrei tekið við liði á miðju tímabili. Hann þarf undirbúningstímabil til að móta leikmenn sína og kenna þeim fræðin. Bielsea stýrði Leeds United frá 2018 til 2022. Hann þekkir því ágætlega til ensku deildarinnar og var sá maður sem Farhad Moshiri, eigandi Everton, horfði hvað mest til. Bielsa hefur hins vegar engan áhuga á að taka við liði á miðju tímabili en var til í að gera málamiðlun. Marcelo Bielsa wanted to take charge of Everton s Under-21s until the summer with his staff taking charge of the first team. #EFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2023 Hann og starfslið hans myndu taka við Everton en á meðan samstarfsmenn hans myndu stýra aðalliðinu yrði hann þjálfari U-21 árs liðs félagsins. Moshiri virðist ekki hafa tekið vel í þessa hugmynd og hefur nú ráðið Sean Dyche, fyrrverandi þjálfara Burnley. Segja má að leikstíll hans og Bielsa sé eins ólíkur og mögulegt er. Dyche náði þó frábærum árangri með Burnley. Hann stýrði liðinu í áratug, frá 2012 til 2022, og kom liðinu meðal annars í Evrópudeildina. Everton er í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins, og væntanlega sá fyrsti undir stjórn Dyches, er gegn toppliði Arsenal á Goodison Park laugardaginn 4. febrúar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. 27. janúar 2023 08:39 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. 27. janúar 2023 08:39