Töluverðar áhyggjur uppi vegna stöðunnar á Vesturbakkanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2023 11:05 Hinn 22 ára Yusef Muhaisen borinn til grafar en hann var meðal þeirra sem lést í átökunum við Ísraela í gær. AP/Majdi Mohammed Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna. Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Vopnaskakið má rekja til þess að níu Palestínumenn létust í árás hermanna Ísraelshers á Jenin-flóttamannabúðirnar í gær. Tuttugu særðust alvarlega en tveir hinna föllnu eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, fjórir Hamas og einn vopnuðum væng Fatah-flokks forsetans Mahmoud Abbas. Palestínsk yfirvöld tilkynntu í kjölfar árásarinnar að þau myndu láta af öryggisssamvinnu við Ísraelsmenn. Heilbrigðisráðherrann Mai al-Kaila sagði ástandið í Jenin afar viðkvæmt en hermenn Ísrael hefðu meinað sjúkrabifreiðum aðgangi að búðunum. Skömmu eftir miðnætti skutu palestínskir bardagamenn tveimur eldflaugum frá Gaza í átt að Ísrael en flaugarnar voru skotnar niður af eldflaugavarnarkerfum Ísraelsmanna. Þeir svöruðu með loftárás á Gaza. Barbara Leaf, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, sagði stjórnvöld vestanhafs verulega áhyggjufull vegna ástandsins og harmaði mannfallið. Hún sagði hins vegar að ákvörðun Palestínumanna um að hætta samvinnu við Ísrael væri mistök. Þá setti hún spurningamerki við þá yfirlýsingu Palestínumanna um að fara með málið til Sameinuðu þjóðanna og fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Arabaríkjanna sögðu í gær að unnið væri að viðræðum aðila til að draga úr spennu á svæðinu. Þá hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kína og Frakkland óskað eftir lokuðum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Blinken mun ferðast til Mið-Austurlanda á sunnudag til að eiga fundi um stöðuna og heimsækja Egyptaland, Ísrael og Vesturbakkann.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira