Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 15:28 Mótmælendur á Vesturbakkanum í dag. AP/Majdi Mohammed) Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu. Ísrael Palestína Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu.
Ísrael Palestína Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira