Tate segist ekkert hafa gert af sér Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 14:39 Andrew Tate í Búkarest í dag. AP/Alexandru Dobre Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar. Báðir bræðurnir voru fluttir á skrifstofur rannsakenda í Búkarest í dag og við það tilefni kallaði Tate á blaðamenn. „Þeir vita að við höfum ekkert gert af okkur,“ sagði Tate í sínum fyrstu opinberu ummælum frá því hann var handtekinn. „Þetta mál er algjörlega innantómt. Þetta er auðvitað óréttlátt, það er ekkert réttlæti í Rúmeníu því miður.“ Tate þvertók fyrir að hafa skaðað konur. Tristan Tate sagði engin sönnunargögn hafa fundist gegn sér og að eina ástæðan fyrir því að hann væri í fangelsi, væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. „Þess vegna er ég í fangelsi,“ sagði Tristan Tate, samkvæmt Reuters. Gæsluvarðhald bræðranna var nýverið framlengt til 27. febrúar. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Tate, sem er fyrrverandi bardagakappi og lagði stund á blandaðar bardagalistir, á sér mikinn fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Bræðurnir fluttu til Rúmeníu fyrir fimm árum síðan Lögreglan hefur lagt hald á mikið af eignum þeirra bræðra eða minnst fimmtán bíla og tíu fasteignir. Sjá einnig: Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Saksóknarar í Rúmeníu hafa sagt að geti þeir sannað að bræðurnir hafi grætt peninga á ólöglegan hátt, til dæmis með mansali, þá yrðu eigur þeirra notaðar til að greiða fyrir rannsóknina og veita meintum fórnarlömbum þeirra bætur. Mál Andrew Tate Rúmenía Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 10. janúar 2023 17:54 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Báðir bræðurnir voru fluttir á skrifstofur rannsakenda í Búkarest í dag og við það tilefni kallaði Tate á blaðamenn. „Þeir vita að við höfum ekkert gert af okkur,“ sagði Tate í sínum fyrstu opinberu ummælum frá því hann var handtekinn. „Þetta mál er algjörlega innantómt. Þetta er auðvitað óréttlátt, það er ekkert réttlæti í Rúmeníu því miður.“ Tate þvertók fyrir að hafa skaðað konur. Tristan Tate sagði engin sönnunargögn hafa fundist gegn sér og að eina ástæðan fyrir því að hann væri í fangelsi, væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. „Þess vegna er ég í fangelsi,“ sagði Tristan Tate, samkvæmt Reuters. Gæsluvarðhald bræðranna var nýverið framlengt til 27. febrúar. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Tate, sem er fyrrverandi bardagakappi og lagði stund á blandaðar bardagalistir, á sér mikinn fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Bræðurnir fluttu til Rúmeníu fyrir fimm árum síðan Lögreglan hefur lagt hald á mikið af eignum þeirra bræðra eða minnst fimmtán bíla og tíu fasteignir. Sjá einnig: Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Saksóknarar í Rúmeníu hafa sagt að geti þeir sannað að bræðurnir hafi grætt peninga á ólöglegan hátt, til dæmis með mansali, þá yrðu eigur þeirra notaðar til að greiða fyrir rannsóknina og veita meintum fórnarlömbum þeirra bætur.
Mál Andrew Tate Rúmenía Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 10. janúar 2023 17:54 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14
Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 10. janúar 2023 17:54
Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29