Gunnhildur og eiginkonan yfirgefa Orlando Pride Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 21:09 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Orlando Pride. Jeremy Reper/ISI Photos/Getty Images Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Orlando Pride þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö ár. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins, en ásamt Gunnhildi hefur eiginkona hennar, kanadíski markvörðurinn Erin McLeod, einnig yfirgefið félagið. Gunnhildur, sem er 34 ára gömul, gekk til liðs við Orlandi Pride í janúar árið 2021 og hefur því verið hjá félaginu í slétt tvö ár. Gunnhildur og Erin gengu í hjónaband fyrr í mánuðinum og ætla nú að snúa aftur til Íslands. Gunnhildur hóf feril sinn hjá Stjörnunni þar sem hún lék 119 deildarleiki áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2012. McLeod var einnig á láni hjá Stjörnuliðinu árið 2020. Erin McLeod and Gunny Jónsdóttir have announced their departures from the NWSL.— Orlando Pride (@ORLPride) January 24, 2023 Í bréfi sem Gunnhildur sendir stuðningsmönnum Orlandi Pride á heimasíðu félagsins þakkar hún fyrir frábæran tíma hjá félaginu. „Orlando hefur verið heimili mitt í tvö ár og það er ekki auðvelt að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hér og einnig fyrir allt fólkið sem ég hitti,“ segir Gunnhildur. „Ég vil þakka öllum leikmönnunum, það voru forréttindi að fá að spila með ykkur. Ég vil þakka starfsfólkinu, þið tókuð alltaf vel á móti okkur og voruð tilbúin að hjálpa eins og mögulegt var. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir sinn endalausa stuðning. Sérstaklega vil ég þakka Svörtu Svönunum sem mættu alltaf og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.“ „Ég óska Pride góðs gengis á þessu tímabili og mun styðja við bakið á ykkur úr fjarlægð.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod.Orlando Pride Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira
Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins, en ásamt Gunnhildi hefur eiginkona hennar, kanadíski markvörðurinn Erin McLeod, einnig yfirgefið félagið. Gunnhildur, sem er 34 ára gömul, gekk til liðs við Orlandi Pride í janúar árið 2021 og hefur því verið hjá félaginu í slétt tvö ár. Gunnhildur og Erin gengu í hjónaband fyrr í mánuðinum og ætla nú að snúa aftur til Íslands. Gunnhildur hóf feril sinn hjá Stjörnunni þar sem hún lék 119 deildarleiki áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2012. McLeod var einnig á láni hjá Stjörnuliðinu árið 2020. Erin McLeod and Gunny Jónsdóttir have announced their departures from the NWSL.— Orlando Pride (@ORLPride) January 24, 2023 Í bréfi sem Gunnhildur sendir stuðningsmönnum Orlandi Pride á heimasíðu félagsins þakkar hún fyrir frábæran tíma hjá félaginu. „Orlando hefur verið heimili mitt í tvö ár og það er ekki auðvelt að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hér og einnig fyrir allt fólkið sem ég hitti,“ segir Gunnhildur. „Ég vil þakka öllum leikmönnunum, það voru forréttindi að fá að spila með ykkur. Ég vil þakka starfsfólkinu, þið tókuð alltaf vel á móti okkur og voruð tilbúin að hjálpa eins og mögulegt var. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir sinn endalausa stuðning. Sérstaklega vil ég þakka Svörtu Svönunum sem mættu alltaf og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.“ „Ég óska Pride góðs gengis á þessu tímabili og mun styðja við bakið á ykkur úr fjarlægð.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod.Orlando Pride
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sjá meira