Lögregla sendi einnig frá sér tilkynningu í hádeginu þar sem hún ítrekaði að fólk hugaði að niðurföllum og þá ekki síður að niðurföllum á svölum.
Þá segir lögregla ríka ástæðu til að vara fólk frá því að fara út á ís á vötnum og í fjörum.
Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum.
Vísir verður á veðurvaktinni í dag.
Vísir tekur á móti ábendingum og myndum af ástandinu vegna veðursins. Hægt er senda póst á ritstjorn@visir.is.