Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:19 Aleksandar Vucic, var ómyrkur í máli varðandi auglýsingar Wagner hópsins. epa/Andrej Cukic Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. „Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
„Af hverju eruð þið, hjá Wagner, að leita til Serbíu þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ spurði forsetinn Aleksandar Vucic reiðilega í sjónvarpsviðtali. Serbar mega lögum samkvæmt ekki taka þátt í stríðum erlendis. Serbar hafa verið gagnrýndir fyrir að forgangsraða vináttu sinni við Rússa fram yfir metnað sinn til þess að ganga í Evrópusambandið en uppákoman þykir sýna að málið er ekki svo einfalt. Vucic sagði í viðtalinu að Serbía væri ekki aðeins hlutlaus hvað varðar stríðið í Úkraínu heldur hefði hann ekki rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta í marga mánuði. BBC segir ekkert benda til þess að margir Serbar hafi ákveðið að fara til Úkraínu, þrátt fyrir að nokkrir hefðu vissulega barist með Rússum þegar Rússar hernámu Krímskaga árið 2014. Það hefðu þeir gert án yfirlýsts stuðnings stjórnvalda í Serbíu. Tugir fengu raunar dóm í Serbíu fyrir að hafa tekið þátt í átökum fyrir utan landsteinana. Í gær kærðu lögmaður í Belgrad og nokkrir hópar friðarsinna sendiherra Rússlands í Serbíu og yfirmann serbnesku leyniþjónustunnar (BIA) fyrir að aðstoða Wagner við að safna í sveitir sínar í Serbíu. Engir stóru stjórnmálaflokkana í Serbíu hafa svo mikið sem ýjað að því að styðja stríð Rússa í Úkrainu og fulltrúar landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hafa jafnan greitt atkvæði með ályktunum þar sem aðgerðir Rússa eru fordæmdar. Serbar hafa hins vegar verið tregir til að taka þátt í refsiaðgerðum vegna innrásarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Serbía Hernaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira