Mótmælaréttur Breta í húfi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 23:55 Sunak segir mótmæli fárra trufla almenning. Getty/WPA Pool Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Lagafrumvarpið sem átt er við er nefnt „Public Order Bill“ eða „allsherjarreglufrumvarpið“ og virðist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá þinginu. Verði frumvarpið að lögum verður til dæmis bannað að festa sig með einum eða öðrum hætti við staði eða byggingar og mögulega yrðu þau sem eru þekkt fyrir að mótmæla neydd til þess að bera einhverskonar staðsetningartæki. CNN hefur í umfjöllun sinni eftir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta þar sem hann segir ekki hægt að leyfa „litlum minnihluta að trufla líf hins venjulega almennings. Það er ekki boðlegt og við ætlum að binda enda á það.“ Þá er möguleiki á að lögreglu yrði veitt heimild til þess að stöðva mótmæli án þess að nokkurs konar óeirðir hafi hafist vegna þeirra. Lagabreytingin myndi með ofangreindu hæfa samtök eins og Black Lives Matter, Extinction Rebellion og Just Stop Oil, beint í hjartastað. Þá hefur CNN eftir yfirlögregluþjóni Lundúnalögreglunnar að lögreglan hafi ekki óskað eftir þessum auknu valdheimildum við stjórnvöld. Þá bendir stjórnandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á að lögreglan hafi nægar valdheimildir til þess að stöðva þau mótmæli sem þörf sé á að stöðva. Möguleiki sé á því að stjórnvöld yrðu kærð fyrir mannréttindabrot færi lagabreytingin í gegn. Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur og að stjórnvöld séu að „eyða tíma í að stöðva ágreining.“ Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur grunnþáttur lýðræðisríkja. Bretland Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Lagafrumvarpið sem átt er við er nefnt „Public Order Bill“ eða „allsherjarreglufrumvarpið“ og virðist hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá þinginu. Verði frumvarpið að lögum verður til dæmis bannað að festa sig með einum eða öðrum hætti við staði eða byggingar og mögulega yrðu þau sem eru þekkt fyrir að mótmæla neydd til þess að bera einhverskonar staðsetningartæki. CNN hefur í umfjöllun sinni eftir Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta þar sem hann segir ekki hægt að leyfa „litlum minnihluta að trufla líf hins venjulega almennings. Það er ekki boðlegt og við ætlum að binda enda á það.“ Þá er möguleiki á að lögreglu yrði veitt heimild til þess að stöðva mótmæli án þess að nokkurs konar óeirðir hafi hafist vegna þeirra. Lagabreytingin myndi með ofangreindu hæfa samtök eins og Black Lives Matter, Extinction Rebellion og Just Stop Oil, beint í hjartastað. Þá hefur CNN eftir yfirlögregluþjóni Lundúnalögreglunnar að lögreglan hafi ekki óskað eftir þessum auknu valdheimildum við stjórnvöld. Þá bendir stjórnandi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á að lögreglan hafi nægar valdheimildir til þess að stöðva þau mótmæli sem þörf sé á að stöðva. Möguleiki sé á því að stjórnvöld yrðu kærð fyrir mannréttindabrot færi lagabreytingin í gegn. Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur og að stjórnvöld séu að „eyða tíma í að stöðva ágreining.“ Rétturinn til þess að mótmæla sé mikilvægur grunnþáttur lýðræðisríkja.
Bretland Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53
Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. 26. október 2022 23:25
Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01