„Ósmekkleg fyrirsögn“ sem hefði ekki átt að birtast Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 21:42 Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, segir fyrirsögnina hafa verið ósmekklega og því hafi henni verið breytt. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fyrirsögn á skoðanapistli sem birtist í blaðinu í síðustu viku hafa verið ósmekklega. Beðist verður velvirðingar á fyrirsögninni í næsta tölublaði blaðsins en fyrirsögninni var breytt í netútgáfunni í gær. Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti. Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í síðustu viku birtist skoðanapistill með fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“ í Viðskiptablaðinu. Pistillinn kom frá nafnlausa höfundinum Tý sem er einn af pistlahöfundum blaðsins. Við greinina var mynd af Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en greinin fjallaði um að stuðningsmenn flokksins ættu ekki að fagna alveg strax þrátt fyrir útlit um gott gengi í skoðanakönnunum. Mörgum þótti samsetning fyrirsagnarinnar og myndarinnar ansi ósmekkleg og vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Viðskiptablaðið getur verið low en þetta er einstaklega ósmekklegt pic.twitter.com/BoFlWg8Tdu— Stefán Pettersson (@Stebbipett) January 15, 2023 Fyrirsögninni var breytt daginn eftir yfir í „Ótímabær fögnuður“. Í samtali við fréttastofu segir Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, að upphaflega fyrirsögnin hafi verið ósmekkleg og því var henni breytt. „Það voru mistök að birta þessa fyrirsögn svona. Samlíkingin var bara léleg. Samlíkingin var í tengslum við ótímabæran fögnuð kjósenda Samfylkingarinnar á gengi flokksins í skoðanakönnunum. Þá notar þessi pistlahöfundur þessa samlíkingu sem var ósmekkleg. Það voru bara mistök að þetta hafi farið í gegn,“ segir Trausti. Hann segir að ritstjórn blaðsins muni biðjast velvirðingar á birtingunni í næsta tölublaði sem kemur út á fimmtudag. Þá hefur afsökunarbeiðni verið bætt við neðst við netútgáfu greinarinnar. Afsökunarbeiðnin sem er neðst í netútgáfu greinarinnar. „Fólk tengir þetta saman sem ég hef ákveðinn skilning fyrir. Hún hefði aldrei átt að fara svona í gegn. Stundum verða mistök í blaðamennsku,“ segir Trausti.
Fjölmiðlar Samfylkingin Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira