Deilt í Disney Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 16:03 Bob Iger tók nýverið aftur við stjórnartaumunum á Twitter en nýr fjárfestir í Disney er andstæðingur hans. Getty/Kevin Dietsh Forsvarsmenn Disney sögðu í dag að það hafði verið rétt af þeim að neita fjárfestinum Nelson Peltz um sæti í stjórn félagsins. Hann hefði ekki reynslu til að hjálpa Disney og að hann skorti skilning á starfsemi félagsins. Peltz segist vilja bjarga Disney frá því sem hann kallar „krísu“. Peltz hefur fjárfest töluvert í Disney í gegnum sjóð sinn Trian Fund Management LP og hefur viljað sæti í stjórn félagsins. Hann hefur sagt Disney í krísu og að allt of mikið hafi verið fjárfest í streymisveitunni Disney Plus og í kaupin á 21th Century Fox. Fjárfestirinn reyndi í síðustu viku að fá sæti í stjórn Disney en því var hafnað, samkvæmt frétt Reuters. „Nelson Peltz skilur ekki rekstur Disney og skortir hæfileika og reynslu til að aðstoða stjórnina í að auka arð hlutafjáreigenda í sífellt breyttu fjölmiðlaumhverfi,“ segir stjórnin í fjárfestakynningu sem birt var í dag, samkvæmt frétt Reuters. Peltz var mjög andvígur því að þegar Bob Iger, forstjóri Disney, sneri nýverið aftur til að leiða fyrirtækið. Tæpt ár var síðan Bob Chapek tók við af Iger. Sjá einnig: Önnur Bob-skipti hjá Disney Reuters segir að búist sé við því að Iger muni einblína á Disney Plus sem hann hjálpaði við að setja á laggirnar og hefur kostað Disney mikla peninga. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Stjórnin segir einnig að kaup Disney á öðrum fyrirtækjum að undanförnu, eins og Marvel og Lucasfilm, hafi aukið verðmæti Disney og hafi haft mikil og jákvæð áhrif á félagið. Í öllum tilfellum hafi verið talað um að Disney hafi borgað of mikið fyrir fyrirtækin en það hafi reynst rangt. Í áðurnefndri kynningu er verðmæti Disney borið saman við S&P 500 vísitöluna en sá samanburður sýnir að Disney hefur staðið betur en önnur fyrirtæki. Disney Bandaríkin Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Peltz hefur fjárfest töluvert í Disney í gegnum sjóð sinn Trian Fund Management LP og hefur viljað sæti í stjórn félagsins. Hann hefur sagt Disney í krísu og að allt of mikið hafi verið fjárfest í streymisveitunni Disney Plus og í kaupin á 21th Century Fox. Fjárfestirinn reyndi í síðustu viku að fá sæti í stjórn Disney en því var hafnað, samkvæmt frétt Reuters. „Nelson Peltz skilur ekki rekstur Disney og skortir hæfileika og reynslu til að aðstoða stjórnina í að auka arð hlutafjáreigenda í sífellt breyttu fjölmiðlaumhverfi,“ segir stjórnin í fjárfestakynningu sem birt var í dag, samkvæmt frétt Reuters. Peltz var mjög andvígur því að þegar Bob Iger, forstjóri Disney, sneri nýverið aftur til að leiða fyrirtækið. Tæpt ár var síðan Bob Chapek tók við af Iger. Sjá einnig: Önnur Bob-skipti hjá Disney Reuters segir að búist sé við því að Iger muni einblína á Disney Plus sem hann hjálpaði við að setja á laggirnar og hefur kostað Disney mikla peninga. Chapek hefur ítrekað haldið því fram að streymisveitan yrði arðbær fyrir september 2024. Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi streymisveita þar sem áherslan er ekki lengur á að fjölga notendum sama hvað, heldur reka þær með hagnaði. Stjórnin segir einnig að kaup Disney á öðrum fyrirtækjum að undanförnu, eins og Marvel og Lucasfilm, hafi aukið verðmæti Disney og hafi haft mikil og jákvæð áhrif á félagið. Í öllum tilfellum hafi verið talað um að Disney hafi borgað of mikið fyrir fyrirtækin en það hafi reynst rangt. Í áðurnefndri kynningu er verðmæti Disney borið saman við S&P 500 vísitöluna en sá samanburður sýnir að Disney hefur staðið betur en önnur fyrirtæki.
Disney Bandaríkin Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira