Spacey hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og ekki fyrir leikhæfileika heldur fyrir kynferðisbrot. Hann var meðal annars kærður fyrir að hafa brotið á leikaranum Anthony Rapp þegar hann var aðeins fjórtán ára. Eftir að ásakanirnar á hendur Spacey komu fram í dagljósið var hann rekinn úr þáttunum vinsælu, House of Cards.
Torino virtist þó ekki stressa sig mikið á því og bauð Spacey velkomin á leikinn gegn Spezia í gær og flaggaði því á samfélagsmiðlum.
@KevinSpacey in the house #SFT | #TorinoSpezia pic.twitter.com/86OUQGG7QP
— Torino Football Club (@TorinoFC1906_En) January 15, 2023
Spacey sá Torino tapa leiknum fyrir Spezia, 0-1. Torino, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.