Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2023 11:12 Úkraínskir hermenn nærri Bakhmut fylgjast með miklum átökum við Soledar í fjarska í síðustu viku. Bærinn féll í hendur Rússa. AP/Libkos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að taka skref í að breyta hinni „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, í langvarandi stríð. Ríkisstjórn hans vinnur meðal annars að áframhaldandi herkvaðningu og umfangsmiklum breytingum á iðnaðarkerfi Rússlands með því markmiði að halda stríðinu í Úkraínu áfram til lengdar. Þá eru Rússar sagðir hafa komist hjá umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum Vesturlanda með því að flytja inn vörur, aðföng og tækni, sem er mikilvægt hergagnaframleiðslu Rússa, í gegnum Georgíu. Bæði Rússar og Úkraínumenn vinna að því að þjálfa og vopna nýjar sveitir fyrir vorið en þá búast sérfræðingar við því að hitna muni í kolunum í Úkraínu. Rússar eru að þjálfa kvaðmenn og hafa heitið því að fjölga hermönnum töluvert á næstu árum en víða sjást ummerki þess að Rússar stefni á aðra herkvaðningu. Rússar gætu til að mynda gert aðra atlögu að Kænugarði eins og Valerí Salúsnjí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í desember. Umsvif Rússa í Belarús hafa aukist á nýjan leik og hafa Rússar staðið í heræfingum með her einræðisríkisins. Sjá einnig: Rússar á heræfingu í Belarús Þeir gætu einnig lagt meira púður á að ná tökum á Lúhansk- og Dónetsk-héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Það myndi líklegast reynast Rússum auðveldara því þar er búið að byggja upp birgðanet og hafa Rússar einnig verið að senda liðsauka þangað. Þrátt fyrir að innrásin hafi upprunalega átt að taka nokkra daga hélt Pútín því fram um helgina að innrásin væri á áætlun, eftir að Rússar tóku bæinn Soledar í Donetsk-héraði, skammt frá bænum Bakhmut, sem Rússar hafa reynt að ná tökum á í marga mánuði. Forsetinn sagðist vonast eftir frekari jákvæðum fregnum frá Úkraínu. A man that looks like Putin says there are positive trends in the "special military operation" after spending 10 months taking a town with 10,000 population, razing it to the ground. pic.twitter.com/8BGgwcS0X3— Dmitri (@wartranslated) January 15, 2023 Bretta upp ermar í hergagnaframleiðslu Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir Pútín hafa byrjað að leggja línurnar að langvarandi átökum í desember. Þá sagði hann opinberlega að innrásin hefði tekið lengri tíma en hann bjóst við og að hin sértæka hernaðaraðgerð gæti tekið langan tíma. Sjá einnig: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Frá því Pútín ræddi gang innrásarinnar í desember hefur hann haldið fundi varðandi aukna hergagnaframleiðslu og heimsótt verksmiðjur. Forsetinn viðurkenndi einnig í síðasta mánuði að herinn hefði átt í vandræðum með birgðir og nauðsynleg hergögn og hét því að bæta ástandið, auk þess sem hann lýsti yfir stuðningi við ætlanir Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn. Sjá einnig: Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Mikið særður hermaður fluttur af víglínunni við Kremenna í Luhansk-héraði. Hermaðurinn lifði ekki af.AP/LIBKOS Vilja beisla bloggara Ríkisstjórn Pútíns hefur einnig gripið til aðgerða til að koma frekar í veg fyrir mögulegar mótbárur almennings í Rússlandi vegna stríðsins og hert frekar ólarnar að umræðuvettvangi Rússlands, í fjölmiðlum og á netinu. Sérstök áhersla hefur samkvæmt ISW verið lögð á að koma böndum á rússneska herbloggara. Þeir eru margir hverjir tiltölulega áhrifamiklir og hafa aðgang að góðum heimildarmönnum í rússneska hernum. Vinsældir þeirra hafa aukist mjög og þeir hafa einnig oft verið gagnrýnir á það hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi innrásina. Víglínurnar í Úkraínu hafa lítið breyst á undanförnum vikum. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðu mála á korti ISW hér. Myndefni sem birt hefur verið á netinu sýnir fram á að Rússar eru byrjaðir að nota skriðdreka sem framleiddir eru til útflutnings í Úkraínu. Það er talið vegna þess að Rússar hafi tapað miklu magni hergagna eins og skriðdreka í Úkraínu. Úkraínumenn handsömuðu til að mynda nýverið T-90S skriðdreka í Kherson-héraði. #Ukraine: The first documented capture of the rare Russian T-90S tank by the Ukrainian army - filmed somewhere in #Kherson Oblast.These tanks, originally intended for export, were instead transferred to the Russian army after the serious armour losses experienced. pic.twitter.com/AIfzVxH0Lh— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) January 12, 2023 Komast hjá refsiaðgerðum Hergagnaframleiðsla Rússa reiðir mikið á tækni og búnað frá Vesturlöndum en eftir að innrás Rússa var að miklu leyti lokað á innflutning Rússa á þessum vörum. Útlit er fyrir að Rússar hafi fundið leið fram hjá þeim lokunum með því að flytja vörur til Georgíu, Aserbaídsjan og Armeníu og flytja þær þaðan til Rússlands. Innflutningur á landamærum Rússlands og Georgíu tvöfaldaðist til að mynda á síðasta ári og rúmlega það, samkvæmt frétt New York Times. Miðillinn segir að röð flutningabíla nái stundum frá landamærunum til Tbilisi, höfuðborgar landsins, sem sé í um 160 kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Ríkisstjórn Georgíu segist vera að framfylgja viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og að margar sendingar til Rússlands séu stöðvaðar. Stjórnarandstaðan segir hins vegar að peningar og vörur flæði hindranalaust yfir landamærin. Í frétt NYT segir að í lok síðasta árs hafi innflutningur Rússa verið kominn á svipaðar slóðir og hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn á ferð nærri Bakhmut í Donetsk-héraði.AP/LIBKOS Reiðir sig á uppgjöf Evrópu Í nýlegri frétt Wall Street Journal segir að Pútín reiði sig á það að Rússar geti haldið stríðsrekstrinum áfram, þar til Vesturlönd gefist upp á að styðja við bakið á Úkraínumönnum. Það óttist yfirvöld í Kænugarði einnig. Hergagnaiðnaður Úkraínu, sem var nokkuð umfangsmikill fyrir innrás Rússa, hefur orðið verulega illa úti vegna stýri- og eldflaugaárása Rússa á síðustu ellefu mánuðum. Vegna þessa eru Úkraínumenn nánast alfarið háðir hernaðaraðstoð Vesturlanda. Hingað til hefur tiltölulega lítið borið á vísbendingum um að samheldni skorti meðal bakhjarla Úkraínu. Það gæti þó breyst en WSJ hefur eftir sérfræðingum að Evrópumenn séu ekki undirbúnir fyrir langt stríð í Úkraínu. Ráðamenn á Vesturlöndum séu ekki að undirbúa ríkin fyrir langvarandi stríðsrekstur og þá sérstaklega hvað varðar framleiðslu skotfæra og annarra hergagna. „Sú hugmynd að stærðarinnar stríð í Evrópu geti varið eins lengi og ein af heimsstyrjöldunum er ekki eitthvað sem við erum undirbúin fyrir,“ hefur WSJ eftir Bruno Tertrais, frá frönsku hugveitunni Foundation for Strategic Research. „Jafnvel þó seigla Evrópu hafi verið undraverð, er ekki hægt að taka henni sem gefnum hlut.“ Á meðan Rússar bretta upp ermarnar varðandi framleiðslu hergagna er ekki hægt að segja það sama um Vesturlönd. Þar hefur framleiðsla víðast hvar dregist saman eða staðið í stað um árabil. Bandaríkjamenn hafa þó tekið skref í átt að aukinni hergagnaframleiðslu en það mun ekki hafa marktæk áhrif um nokkuð skeið. WSJ hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, að ekki megi vanmeta Rússa. Þeir séu að kveðja fleiri menn í herinn, vinna að því að auka hergagnaframleiðslu og innflutning og hafi sýnt fram á að þeir séu tilbúnir til að þjást til að sigra Úkraínu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Pútín hafi breytt markmiðum síns grimmilega stríðs gegn Úkraínu. Við þurfum að vera undirbúin fyrir langvarandi átök,“ sagði Stoltenberg. Umfangsmikil þjálfun hafin í Þýskalandi Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, mun í dag heimsækja æfingasvæði Bandaríkjamanna í Þýskalandi þar sem umfangsmiklar æfingar úkraínskra hermanna hófust um helgina. Bandaríkjamenn hafa þegar þjálfað fleiri en þrjú þúsund úkraínska hermenn í notkun bryndreka, stórskotaliðsvopna og HIMARS-eldflaugakerfa. Þessum nýjustu æfingum er meðal annars ætlað að þjálfa Úkraínumenn í notkun Bradley bryndreka og skipulags varðandi flutning hersveita og umfangsmiklar hernaðaraðgerðir. Þessum æfingum er einnig ætlað að undirbúa Úkraínumenn betur fyrir vorið en Milley sagði blaðamönnum í morgun að hann vonaðist til þess að búið væri að afhenda Úkraínumönnum vopnakerfi og hergögn og þjálfa þá í notkun þeirra fyrir vorrigningar. Til viðbótar við æfingarnar í Þýskalandi eru úkraínskir hermenn í Bandaríkjunum að læra á Patriot loftvarnarkerfið. FOX EXCLUSIVE: Video shows the plane carrying 90-100 Ukrainian soldiers landing at Fort Sill regional airport to begin training on the Patriot missile system this week at Fort Sill, Oklahoma @WestfallAustin pic.twitter.com/z46YaPzzOF— Liz Friden (@Liz_Friden) January 16, 2023 Fá nokkra skriðdreka og vilja fleiri Mögulega framleiðslugeta bakhjarla Úkraínu er samanlagt mun meiri en framleiðslugeta Rússa. Hingað til hafa Rússar þó að mestu einir sýnt að þeir séu tilbúnir til að bretta upp ermarnar varðandi þá framleiðslu. Í Evrópu snúast færiböndin enn á sama hraða og þau hafa gert undanfarin ár. Það er þrátt fyrir að bakhjarlar Úkraínu hafa sent umfangsmikið magn hergagna til landsins á undanförnum mánuðum. Þar er að mest um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og fljúgandi farartækjum. Bakhjarlar Úkraínu hafa einnig sent bryndreka og brynvarin farartæki. Þessar sendingar hafa stigmagnast að undanförnu og tilkynntu Bandaríkjamenn og Þjóðverjar nýlega að tiltölulega nýlegir bryndrekar yrðu sendir til Úkraínu. Þar til viðbótar tilkynntu yfirvöld í Bretlandi nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán breska Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það eru ekki margir skriðdrekar í samhengi við umfang innrásar Rússa en þeir eru taldir betri en skriðdrekar sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa notað hingað til. Úkraínumenn vonast þó til þess að ákvörðun Breta muni leiða til þess að fleiri ríki sendi vestræna skriðdreka og vonast þeir sérstaklega eftir þýskum Leopard skriðdrekum. Úkraínumenn hafa fengið mikin fjölda uppfærðra skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna en vilja fá vestræna skriðdreka og nota þá í væntanlegum átökum í vor. Um tvö þúsund Leopard skriðdrekar eru í notkun víða í Evrópu og hafa ráðamenn nokkurra ríkja sagst tilbúnir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka. Það hefur ríkisstjórn Þýskalands þó ekki tekið í mál hingað til. Ríkisstjórn Bretlands er þó sögð ætla að þrýsta á aðra bakhjarla Úkraínu til að senda skriðdreka en fulltrúar ríkjanna munu koma saman í Þýskalandi í vikunni. Bretar eru einnig að senda þrjátíu stórskotaliðsvopn til Úkraínu á komandi vikum og stendur til að hefja þjálfun úkraínskra hermanna í notkun þessara vopnakerfa á næstu dögum, samkvæmt frétt BBC. In addition to the Challenger 2 MBT UK will also transfer 30 units of the AS90 SPGs. #UK #Ukraine pic.twitter.com/84j36mCGE0— (((Tendar))) (@Tendar) January 15, 2023 Skriðdrekar mikilvægir fyrir vorið Jack Watling, sérfræðingur bresku hernaðarhugveitunnar Royal United Services Institute, skrifaði grein í Guardian um helgina þar sem hann sagði vestræna skriðdreka geta reynst Úkraínumönnum gífurlega vel. Þeir gætu nýst sérstaklega vel til gagnárása í vor. Hjálpa þurfi Úkraínumönnum að byggja upp get til slíkra árása, með tilliti til þess að Rússar séu sömuleiðis að byggja upp nýjar sveitir til árása í vor. Watling segir þó hætt á því að Úkraínumenn geri gagnárásir í vor og verði fyrir miklu mannfalli. Svo miklu að það muni draga úr getu þeirra til lengri tíma svo Rússum gæti vaxið ásmegin seinna á árinu. Besta leiðin til að koma í veg fyrir það segir Watling að sé með því að senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka og bryndreka. Þannig væri hægt að draga verulega úr hættunni sem úkraínskir hermenn setja sig í og verja þá gegn stórskotaliði. Skriðdreka ekið nærri Kremenna í Luhansk-héraði.AP/LIBKOS) Segir bakhjarla Úkraínu á krossgötum Watling segir einnig að birgðaflutninganet Úkraínumanna sé ekki hannað fyrir vestræna skiðdreka. Challenger 2 og Leopard skriðdrekar séu til að mynda rúmum tuttugu tonnum þyngri en rússneskir skriðdrekar og innviðir Úkraínu ráði mögulega ekki við að flytja þá í nægilegu magni. Til þess þurfi sérstakan búnað og sérstök farartæki sem ráðamenn í Evrópu hafi ekki fjárfest nægilega vel í á undanförnum áratugum. Eftir kalda stríðið hafi skriðdrekum í Evrópu fækkað verulega og ástand innviða til að þjónusta þá og flytja hafi einnig versnað töluvert. Þar þurfti að spíta í lófana. Watling segir einnig að bakhjarlar Úkraínu standi á krossgötum. Hingað til hafi þeir að mestu sent hergögn úr birgðageymslum sínum til Úkraínu og því hafi raunverulegur kostnaður við þessar sendingar reynst tiltölulega lítill. Sé vilji til að standa áfram við bakið á Úkraínumönnum sé þörf á mikilli fjárfestingu í hergagnaframleiðslu og það sé nauðsynlegt til að binda enda á stríðið. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. 16. janúar 2023 09:27 Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23 Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21 Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10 Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Þá eru Rússar sagðir hafa komist hjá umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum Vesturlanda með því að flytja inn vörur, aðföng og tækni, sem er mikilvægt hergagnaframleiðslu Rússa, í gegnum Georgíu. Bæði Rússar og Úkraínumenn vinna að því að þjálfa og vopna nýjar sveitir fyrir vorið en þá búast sérfræðingar við því að hitna muni í kolunum í Úkraínu. Rússar eru að þjálfa kvaðmenn og hafa heitið því að fjölga hermönnum töluvert á næstu árum en víða sjást ummerki þess að Rússar stefni á aðra herkvaðningu. Rússar gætu til að mynda gert aðra atlögu að Kænugarði eins og Valerí Salúsnjí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í desember. Umsvif Rússa í Belarús hafa aukist á nýjan leik og hafa Rússar staðið í heræfingum með her einræðisríkisins. Sjá einnig: Rússar á heræfingu í Belarús Þeir gætu einnig lagt meira púður á að ná tökum á Lúhansk- og Dónetsk-héruðum, sem saman mynda Donbas svæðið svokallaða. Það myndi líklegast reynast Rússum auðveldara því þar er búið að byggja upp birgðanet og hafa Rússar einnig verið að senda liðsauka þangað. Þrátt fyrir að innrásin hafi upprunalega átt að taka nokkra daga hélt Pútín því fram um helgina að innrásin væri á áætlun, eftir að Rússar tóku bæinn Soledar í Donetsk-héraði, skammt frá bænum Bakhmut, sem Rússar hafa reynt að ná tökum á í marga mánuði. Forsetinn sagðist vonast eftir frekari jákvæðum fregnum frá Úkraínu. A man that looks like Putin says there are positive trends in the "special military operation" after spending 10 months taking a town with 10,000 population, razing it to the ground. pic.twitter.com/8BGgwcS0X3— Dmitri (@wartranslated) January 15, 2023 Bretta upp ermar í hergagnaframleiðslu Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir Pútín hafa byrjað að leggja línurnar að langvarandi átökum í desember. Þá sagði hann opinberlega að innrásin hefði tekið lengri tíma en hann bjóst við og að hin sértæka hernaðaraðgerð gæti tekið langan tíma. Sjá einnig: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Frá því Pútín ræddi gang innrásarinnar í desember hefur hann haldið fundi varðandi aukna hergagnaframleiðslu og heimsótt verksmiðjur. Forsetinn viðurkenndi einnig í síðasta mánuði að herinn hefði átt í vandræðum með birgðir og nauðsynleg hergögn og hét því að bæta ástandið, auk þess sem hann lýsti yfir stuðningi við ætlanir Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn. Sjá einnig: Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Mikið særður hermaður fluttur af víglínunni við Kremenna í Luhansk-héraði. Hermaðurinn lifði ekki af.AP/LIBKOS Vilja beisla bloggara Ríkisstjórn Pútíns hefur einnig gripið til aðgerða til að koma frekar í veg fyrir mögulegar mótbárur almennings í Rússlandi vegna stríðsins og hert frekar ólarnar að umræðuvettvangi Rússlands, í fjölmiðlum og á netinu. Sérstök áhersla hefur samkvæmt ISW verið lögð á að koma böndum á rússneska herbloggara. Þeir eru margir hverjir tiltölulega áhrifamiklir og hafa aðgang að góðum heimildarmönnum í rússneska hernum. Vinsældir þeirra hafa aukist mjög og þeir hafa einnig oft verið gagnrýnir á það hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi innrásina. Víglínurnar í Úkraínu hafa lítið breyst á undanförnum vikum. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðu mála á korti ISW hér. Myndefni sem birt hefur verið á netinu sýnir fram á að Rússar eru byrjaðir að nota skriðdreka sem framleiddir eru til útflutnings í Úkraínu. Það er talið vegna þess að Rússar hafi tapað miklu magni hergagna eins og skriðdreka í Úkraínu. Úkraínumenn handsömuðu til að mynda nýverið T-90S skriðdreka í Kherson-héraði. #Ukraine: The first documented capture of the rare Russian T-90S tank by the Ukrainian army - filmed somewhere in #Kherson Oblast.These tanks, originally intended for export, were instead transferred to the Russian army after the serious armour losses experienced. pic.twitter.com/AIfzVxH0Lh— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) January 12, 2023 Komast hjá refsiaðgerðum Hergagnaframleiðsla Rússa reiðir mikið á tækni og búnað frá Vesturlöndum en eftir að innrás Rússa var að miklu leyti lokað á innflutning Rússa á þessum vörum. Útlit er fyrir að Rússar hafi fundið leið fram hjá þeim lokunum með því að flytja vörur til Georgíu, Aserbaídsjan og Armeníu og flytja þær þaðan til Rússlands. Innflutningur á landamærum Rússlands og Georgíu tvöfaldaðist til að mynda á síðasta ári og rúmlega það, samkvæmt frétt New York Times. Miðillinn segir að röð flutningabíla nái stundum frá landamærunum til Tbilisi, höfuðborgar landsins, sem sé í um 160 kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Ríkisstjórn Georgíu segist vera að framfylgja viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og að margar sendingar til Rússlands séu stöðvaðar. Stjórnarandstaðan segir hins vegar að peningar og vörur flæði hindranalaust yfir landamærin. Í frétt NYT segir að í lok síðasta árs hafi innflutningur Rússa verið kominn á svipaðar slóðir og hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn á ferð nærri Bakhmut í Donetsk-héraði.AP/LIBKOS Reiðir sig á uppgjöf Evrópu Í nýlegri frétt Wall Street Journal segir að Pútín reiði sig á það að Rússar geti haldið stríðsrekstrinum áfram, þar til Vesturlönd gefist upp á að styðja við bakið á Úkraínumönnum. Það óttist yfirvöld í Kænugarði einnig. Hergagnaiðnaður Úkraínu, sem var nokkuð umfangsmikill fyrir innrás Rússa, hefur orðið verulega illa úti vegna stýri- og eldflaugaárása Rússa á síðustu ellefu mánuðum. Vegna þessa eru Úkraínumenn nánast alfarið háðir hernaðaraðstoð Vesturlanda. Hingað til hefur tiltölulega lítið borið á vísbendingum um að samheldni skorti meðal bakhjarla Úkraínu. Það gæti þó breyst en WSJ hefur eftir sérfræðingum að Evrópumenn séu ekki undirbúnir fyrir langt stríð í Úkraínu. Ráðamenn á Vesturlöndum séu ekki að undirbúa ríkin fyrir langvarandi stríðsrekstur og þá sérstaklega hvað varðar framleiðslu skotfæra og annarra hergagna. „Sú hugmynd að stærðarinnar stríð í Evrópu geti varið eins lengi og ein af heimsstyrjöldunum er ekki eitthvað sem við erum undirbúin fyrir,“ hefur WSJ eftir Bruno Tertrais, frá frönsku hugveitunni Foundation for Strategic Research. „Jafnvel þó seigla Evrópu hafi verið undraverð, er ekki hægt að taka henni sem gefnum hlut.“ Á meðan Rússar bretta upp ermarnar varðandi framleiðslu hergagna er ekki hægt að segja það sama um Vesturlönd. Þar hefur framleiðsla víðast hvar dregist saman eða staðið í stað um árabil. Bandaríkjamenn hafa þó tekið skref í átt að aukinni hergagnaframleiðslu en það mun ekki hafa marktæk áhrif um nokkuð skeið. WSJ hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, að ekki megi vanmeta Rússa. Þeir séu að kveðja fleiri menn í herinn, vinna að því að auka hergagnaframleiðslu og innflutning og hafi sýnt fram á að þeir séu tilbúnir til að þjást til að sigra Úkraínu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Pútín hafi breytt markmiðum síns grimmilega stríðs gegn Úkraínu. Við þurfum að vera undirbúin fyrir langvarandi átök,“ sagði Stoltenberg. Umfangsmikil þjálfun hafin í Þýskalandi Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, mun í dag heimsækja æfingasvæði Bandaríkjamanna í Þýskalandi þar sem umfangsmiklar æfingar úkraínskra hermanna hófust um helgina. Bandaríkjamenn hafa þegar þjálfað fleiri en þrjú þúsund úkraínska hermenn í notkun bryndreka, stórskotaliðsvopna og HIMARS-eldflaugakerfa. Þessum nýjustu æfingum er meðal annars ætlað að þjálfa Úkraínumenn í notkun Bradley bryndreka og skipulags varðandi flutning hersveita og umfangsmiklar hernaðaraðgerðir. Þessum æfingum er einnig ætlað að undirbúa Úkraínumenn betur fyrir vorið en Milley sagði blaðamönnum í morgun að hann vonaðist til þess að búið væri að afhenda Úkraínumönnum vopnakerfi og hergögn og þjálfa þá í notkun þeirra fyrir vorrigningar. Til viðbótar við æfingarnar í Þýskalandi eru úkraínskir hermenn í Bandaríkjunum að læra á Patriot loftvarnarkerfið. FOX EXCLUSIVE: Video shows the plane carrying 90-100 Ukrainian soldiers landing at Fort Sill regional airport to begin training on the Patriot missile system this week at Fort Sill, Oklahoma @WestfallAustin pic.twitter.com/z46YaPzzOF— Liz Friden (@Liz_Friden) January 16, 2023 Fá nokkra skriðdreka og vilja fleiri Mögulega framleiðslugeta bakhjarla Úkraínu er samanlagt mun meiri en framleiðslugeta Rússa. Hingað til hafa Rússar þó að mestu einir sýnt að þeir séu tilbúnir til að bretta upp ermarnar varðandi þá framleiðslu. Í Evrópu snúast færiböndin enn á sama hraða og þau hafa gert undanfarin ár. Það er þrátt fyrir að bakhjarlar Úkraínu hafa sent umfangsmikið magn hergagna til landsins á undanförnum mánuðum. Þar er að mest um að ræða skotfæri fyrir stórskotalið og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og fljúgandi farartækjum. Bakhjarlar Úkraínu hafa einnig sent bryndreka og brynvarin farartæki. Þessar sendingar hafa stigmagnast að undanförnu og tilkynntu Bandaríkjamenn og Þjóðverjar nýlega að tiltölulega nýlegir bryndrekar yrðu sendir til Úkraínu. Þar til viðbótar tilkynntu yfirvöld í Bretlandi nýverið að þeir ætluðu að senda fjórtán breska Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Það eru ekki margir skriðdrekar í samhengi við umfang innrásar Rússa en þeir eru taldir betri en skriðdrekar sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa notað hingað til. Úkraínumenn vonast þó til þess að ákvörðun Breta muni leiða til þess að fleiri ríki sendi vestræna skriðdreka og vonast þeir sérstaklega eftir þýskum Leopard skriðdrekum. Úkraínumenn hafa fengið mikin fjölda uppfærðra skriðdreka frá tímum Sovétríkjanna en vilja fá vestræna skriðdreka og nota þá í væntanlegum átökum í vor. Um tvö þúsund Leopard skriðdrekar eru í notkun víða í Evrópu og hafa ráðamenn nokkurra ríkja sagst tilbúnir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka. Það hefur ríkisstjórn Þýskalands þó ekki tekið í mál hingað til. Ríkisstjórn Bretlands er þó sögð ætla að þrýsta á aðra bakhjarla Úkraínu til að senda skriðdreka en fulltrúar ríkjanna munu koma saman í Þýskalandi í vikunni. Bretar eru einnig að senda þrjátíu stórskotaliðsvopn til Úkraínu á komandi vikum og stendur til að hefja þjálfun úkraínskra hermanna í notkun þessara vopnakerfa á næstu dögum, samkvæmt frétt BBC. In addition to the Challenger 2 MBT UK will also transfer 30 units of the AS90 SPGs. #UK #Ukraine pic.twitter.com/84j36mCGE0— (((Tendar))) (@Tendar) January 15, 2023 Skriðdrekar mikilvægir fyrir vorið Jack Watling, sérfræðingur bresku hernaðarhugveitunnar Royal United Services Institute, skrifaði grein í Guardian um helgina þar sem hann sagði vestræna skriðdreka geta reynst Úkraínumönnum gífurlega vel. Þeir gætu nýst sérstaklega vel til gagnárása í vor. Hjálpa þurfi Úkraínumönnum að byggja upp get til slíkra árása, með tilliti til þess að Rússar séu sömuleiðis að byggja upp nýjar sveitir til árása í vor. Watling segir þó hætt á því að Úkraínumenn geri gagnárásir í vor og verði fyrir miklu mannfalli. Svo miklu að það muni draga úr getu þeirra til lengri tíma svo Rússum gæti vaxið ásmegin seinna á árinu. Besta leiðin til að koma í veg fyrir það segir Watling að sé með því að senda Úkraínumönnum vestræna skriðdreka og bryndreka. Þannig væri hægt að draga verulega úr hættunni sem úkraínskir hermenn setja sig í og verja þá gegn stórskotaliði. Skriðdreka ekið nærri Kremenna í Luhansk-héraði.AP/LIBKOS) Segir bakhjarla Úkraínu á krossgötum Watling segir einnig að birgðaflutninganet Úkraínumanna sé ekki hannað fyrir vestræna skiðdreka. Challenger 2 og Leopard skriðdrekar séu til að mynda rúmum tuttugu tonnum þyngri en rússneskir skriðdrekar og innviðir Úkraínu ráði mögulega ekki við að flytja þá í nægilegu magni. Til þess þurfi sérstakan búnað og sérstök farartæki sem ráðamenn í Evrópu hafi ekki fjárfest nægilega vel í á undanförnum áratugum. Eftir kalda stríðið hafi skriðdrekum í Evrópu fækkað verulega og ástand innviða til að þjónusta þá og flytja hafi einnig versnað töluvert. Þar þurfti að spíta í lófana. Watling segir einnig að bakhjarlar Úkraínu standi á krossgötum. Hingað til hafi þeir að mestu sent hergögn úr birgðageymslum sínum til Úkraínu og því hafi raunverulegur kostnaður við þessar sendingar reynst tiltölulega lítill. Sé vilji til að standa áfram við bakið á Úkraínumönnum sé þörf á mikilli fjárfestingu í hergagnaframleiðslu og það sé nauðsynlegt til að binda enda á stríðið.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. 16. janúar 2023 09:27 Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23 Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21 Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10 Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Hættir í kjölfar hins umdeilda áramótaávarps Þýski varnarmálaráðherrann Christine Lambrecht hefur farið þess á leit við Olaf Scholz kanslara að óska eftir lausn frá embætti. 16. janúar 2023 09:27
Tugir látnir og fleiri saknað eftir eldflaugaárás á íbúðablokk Minnst 29 hafa fundist látnir og 44 er leitað eftir að Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðablokk í Dnipro í Úkraínu í gær. Ólíklegt er að nokkur finnist á lífi í rústunum. 15. janúar 2023 23:23
Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði. 11. janúar 2023 19:21
Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10
Rússar sækja fram í Soledar Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina. 10. janúar 2023 22:30