Veður

Mikið frost og léttskýjað

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Vetrarveður við Reykjavíkurtjörn
Vetrarveður við Reykjavíkurtjörn vísir/vilhelm

Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig.

Norðan 8-15 m/s á morgun, en heldur hvassara suðaustantil. Él á norðanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan heiða. Dregur aðeins úr frosti.

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að búist sé við hvassri norðvestanátt á Austfjörðum, með skafrenningi sem geti valdið slæmum akstursskilyrðum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:

Norðan 8-15 m/s, en heldur hvassara á suðaustanverðu landinu. Víða él, en þurrt og bjart sunnan- og suðvestanlands. Frost 3 til 13 stig.

Á miðvikudag:

Norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og smáél við norður- og austurströndina. Talsvert frost.

Á fimmtudag:

Suðaustanátt og dálítil snjókoma, en úrkomulítið austantil á landinu. Minnkandi frost.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg átt og hlýnandi veður. Slydda eða rigning með köflum, einkum sunnan- og vestanlands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×