Mudryk hefur spilað vel fyrir Shaktar Donetsk í vetur og í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað þrjú mörk og gefið tvær stoðsendingar í sex leikjum.
Síðustu vikur hafa fjölmargar fréttir birst þess efnis að Mudryk sé á leið til Arsenal en nú virðist sem nágrannar þeirra í Chelsea séu að stela Mudryk beint fyrir framan nefið á Skyttunum.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 14, 2023
Shaktar greinir frá því á Twitter síðu sinni að forseti félagsins, Rinat Akhmetov, og meðeigandi Chelsea, Behdad Eghbali, hafi rætt félagaskiptin í dag og séu mjög nálægt því að semja um kaupverð.
Á samfélagsmiðlum er greint frá því að kaupverðið sé nálægt 100 milljónum evra og þá segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano að stjórn Chelsea sé stödd í Póllandi að reyna að ná munnlegu samkomulagi við Mudryk.
EXCLUSIVE: Chelsea board now in Poland trying to reach verbal agreement with Shakhtar for Mudryk and hijack the deal! Official bid ready close to 100m. #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2023
Arsenal always been leading the race, in talks with Shakhtar after 3d official bid.
Mudryk position, now crucial. pic.twitter.com/CwWWerfoQ8