13. umferð CS:GO | Atlantic tryggir stöðu sína Snorri Rafn Hallsson skrifar 14. janúar 2023 13:31 Þegar 5 umferðir eru eftir af Ljósleiðaradeildinni í CS:Go hefur Atlantic 4 stiga forskot á toppnum Leikir vikunnar Dusty 16 – 5 TEN5ION Liðin mættust í Ancient og TEN5ION vann bæði hnífa- og skammbyssulotuna, en snemma varð ljóst að Dusty gæfi ekkert eftir og flaug liðið fram úr. Dusty átti greiða leið inn á sprengjusvæðið og TEN5ION voru ragir við að taka áhættu og uppstilling þeirra með tvo vappa í vörninni skilaði litlu. Staðan var því 11–4 fyrir Dusty þegar liðin skiptu um hlutverk, en síðari hálfleikur var enn meira einhliða en sá fyrri, TH0R skaut sér efst á lista í sínu liði og Dusty vann öruggan sigur. LAVA 16 – 12 Breiðablik Leikurinn fór fram í Overpass og LAVA náði forskotinu snemma, fór úr 5–1 í 8–3 með því að halda miðjuna og komast inn á sprengjusvæðin. Blikum tókst nokkrum sinnum að láta tímann renna út og minnka muninn en staðan var 9–6 fyrir LAVA eftir fyrri hálfleik. LiLLehh var einn gegn þremur í seinni skammbyssulotunni og hafði betur á sprengjusvæði A. WNKR og Sax voru einnig á góðu róli og hvergi af baki dottnir. LAVA svaraði með gallalausri lotu þar sem TripleG felldi þrjá, en Blikar jöfnuðu í 10–10 um hæl. Fimm lotu runa LAVA tryggði þeim þó forskotið sem þeir þurftu unnu þeir að lokum. Ármann 16 – 0 Fylkir Fimmtudagskvöldið hófst á mest einhliða leik tímabilsins, þegar Ármann og Fylkir mættust í Nuke. Fyrri leikur liðanna hafði farið 16–1 fyrir Ármanni sem bætti nú um betur og gaf ekki frá sér eina einustu lotu. Ofvirkur var í fantaformi og ekkert gerði til að Vargur og Hyperactive héldu sig til hlés. Brnr er einnig nýkominn frá Fylki og sýndi hann fyrrum liðsfélögum sínum enga miskunn, opnaði leikinn með fjórfaldri fellu og lauk honum með því að fella Vikka í 16. lotu. Þór 20 – 22 Atlantic Stórleikur umferðarinnar var á milli Atlantic og Þórs sem voru í fyrsta og öðru sæti deildarinnar eftir síðustu umferð. Atlantic hafði haft betur 16–5 gegn Þór í Nuke, en leikur fimmtudagskvöldsins í Anubis var í járnum allt frá upphafi. Þór vann fyrstu þrjár loturnar með góðum opnunum en Atlantic jafnaði um hæl. Og þannig gekk leikurinn fyrir sig í fyrri hálfleik. Þór komst fram úr, Atlantic minnkaði muninn. Í síðari hálfleik var því öfugt farið, Atlantic vann fyrstu fimm loturnar og Þór jafnaði. Í stöðunni 15–12 fyrir Atlantic tókst Þórsurum með herkjum að vinna þrjár síðustu loturnar og knýja fram framlengingu. Enn var allt jafnt eftir fyrstu framlengingu en LeFluff tókst að draga Atlantic yfir marklínuna í 42. lotu. FH 6 – 16 Viðstöðu Lokaleikur umferðarinnar fór einnig fram í Anubis. Leikmenn Viðstöðu mættu til leiks af fullum krafti allt frá upphafi og unnu fimm af fyrstu sex lotunum. FH hrökk þá í gang og tókst að komast yfir í 6–5 þar sem allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum, en eftir það fór að halla undan gæti. Blazter var fremstur í flokki Viðstöðu sem vann ekki bara síðustu fjórar lotur fyrri hálfleiks til að komast í 9–6 heldur einnig allar sjö í þeim síðari. Staðan Þegar fimm umferðir eru eftir er Atlantic búið að styrkja stöðu sína töluvert á toppnum og er 4 stigum á undan Dusty og Ármanni sem deila öðru og þriðja sætinu. eftir umferð vikunnar er miðjan orðin ansi þétt setin þar sem Ármann, LAVA og Breiðablik eru með 14 stig og Viðstöðu 12. Þar á eftir fylgir FH með 10. TEN5ION og Fylkir eru enn á botninum og talsvert lengra orðið í næstu lið, svo ólíklegt er að þeim takist að hífa sig upp úr fallsætunum. Næstu leikir 14. umferðin fer fram dagana 17. og 19. janúar og er dagskráin eftirfarandi: FH – LAVA, þriðjudaginn 17/1 kl. 19:30 Breiðablik – TEN5ION, þriðjudaginn 17/1 kl. 20:30 Viðstöðu – Þór, fimmtudaginn 19/1 kl. 19:30 Dusty – Fylkir, fimmtudaginn 19/1 kl. 20:30 Ármann – Atlantic, fimmtudaginn 19/1 kl 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Ármann Dusty Þór Akureyri Breiðablik FH Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: Bl1ick nær ás í framlengdum háspennuslag Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ck í liði Atlantic Esports sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 13. janúar 2023 10:23 Tilþrifin: Stalz tekur út tvo og LAVA stekkur upp fyrir Breiðablik Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Stalz í liði LAVA sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. janúar 2023 10:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Dusty 16 – 5 TEN5ION Liðin mættust í Ancient og TEN5ION vann bæði hnífa- og skammbyssulotuna, en snemma varð ljóst að Dusty gæfi ekkert eftir og flaug liðið fram úr. Dusty átti greiða leið inn á sprengjusvæðið og TEN5ION voru ragir við að taka áhættu og uppstilling þeirra með tvo vappa í vörninni skilaði litlu. Staðan var því 11–4 fyrir Dusty þegar liðin skiptu um hlutverk, en síðari hálfleikur var enn meira einhliða en sá fyrri, TH0R skaut sér efst á lista í sínu liði og Dusty vann öruggan sigur. LAVA 16 – 12 Breiðablik Leikurinn fór fram í Overpass og LAVA náði forskotinu snemma, fór úr 5–1 í 8–3 með því að halda miðjuna og komast inn á sprengjusvæðin. Blikum tókst nokkrum sinnum að láta tímann renna út og minnka muninn en staðan var 9–6 fyrir LAVA eftir fyrri hálfleik. LiLLehh var einn gegn þremur í seinni skammbyssulotunni og hafði betur á sprengjusvæði A. WNKR og Sax voru einnig á góðu róli og hvergi af baki dottnir. LAVA svaraði með gallalausri lotu þar sem TripleG felldi þrjá, en Blikar jöfnuðu í 10–10 um hæl. Fimm lotu runa LAVA tryggði þeim þó forskotið sem þeir þurftu unnu þeir að lokum. Ármann 16 – 0 Fylkir Fimmtudagskvöldið hófst á mest einhliða leik tímabilsins, þegar Ármann og Fylkir mættust í Nuke. Fyrri leikur liðanna hafði farið 16–1 fyrir Ármanni sem bætti nú um betur og gaf ekki frá sér eina einustu lotu. Ofvirkur var í fantaformi og ekkert gerði til að Vargur og Hyperactive héldu sig til hlés. Brnr er einnig nýkominn frá Fylki og sýndi hann fyrrum liðsfélögum sínum enga miskunn, opnaði leikinn með fjórfaldri fellu og lauk honum með því að fella Vikka í 16. lotu. Þór 20 – 22 Atlantic Stórleikur umferðarinnar var á milli Atlantic og Þórs sem voru í fyrsta og öðru sæti deildarinnar eftir síðustu umferð. Atlantic hafði haft betur 16–5 gegn Þór í Nuke, en leikur fimmtudagskvöldsins í Anubis var í járnum allt frá upphafi. Þór vann fyrstu þrjár loturnar með góðum opnunum en Atlantic jafnaði um hæl. Og þannig gekk leikurinn fyrir sig í fyrri hálfleik. Þór komst fram úr, Atlantic minnkaði muninn. Í síðari hálfleik var því öfugt farið, Atlantic vann fyrstu fimm loturnar og Þór jafnaði. Í stöðunni 15–12 fyrir Atlantic tókst Þórsurum með herkjum að vinna þrjár síðustu loturnar og knýja fram framlengingu. Enn var allt jafnt eftir fyrstu framlengingu en LeFluff tókst að draga Atlantic yfir marklínuna í 42. lotu. FH 6 – 16 Viðstöðu Lokaleikur umferðarinnar fór einnig fram í Anubis. Leikmenn Viðstöðu mættu til leiks af fullum krafti allt frá upphafi og unnu fimm af fyrstu sex lotunum. FH hrökk þá í gang og tókst að komast yfir í 6–5 þar sem allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum, en eftir það fór að halla undan gæti. Blazter var fremstur í flokki Viðstöðu sem vann ekki bara síðustu fjórar lotur fyrri hálfleiks til að komast í 9–6 heldur einnig allar sjö í þeim síðari. Staðan Þegar fimm umferðir eru eftir er Atlantic búið að styrkja stöðu sína töluvert á toppnum og er 4 stigum á undan Dusty og Ármanni sem deila öðru og þriðja sætinu. eftir umferð vikunnar er miðjan orðin ansi þétt setin þar sem Ármann, LAVA og Breiðablik eru með 14 stig og Viðstöðu 12. Þar á eftir fylgir FH með 10. TEN5ION og Fylkir eru enn á botninum og talsvert lengra orðið í næstu lið, svo ólíklegt er að þeim takist að hífa sig upp úr fallsætunum. Næstu leikir 14. umferðin fer fram dagana 17. og 19. janúar og er dagskráin eftirfarandi: FH – LAVA, þriðjudaginn 17/1 kl. 19:30 Breiðablik – TEN5ION, þriðjudaginn 17/1 kl. 20:30 Viðstöðu – Þór, fimmtudaginn 19/1 kl. 19:30 Dusty – Fylkir, fimmtudaginn 19/1 kl. 20:30 Ármann – Atlantic, fimmtudaginn 19/1 kl 21:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Ármann Dusty Þór Akureyri Breiðablik FH Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: Bl1ick nær ás í framlengdum háspennuslag Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ck í liði Atlantic Esports sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 13. janúar 2023 10:23 Tilþrifin: Stalz tekur út tvo og LAVA stekkur upp fyrir Breiðablik Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Stalz í liði LAVA sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. janúar 2023 10:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tilþrifin: Bl1ick nær ás í framlengdum háspennuslag Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ck í liði Atlantic Esports sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 13. janúar 2023 10:23
Tilþrifin: Stalz tekur út tvo og LAVA stekkur upp fyrir Breiðablik Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Stalz í liði LAVA sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. janúar 2023 10:45