Man United skuldar öðrum félögum rúmlega 53 milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2023 08:01 Man United keypti Casemiro frá Real Madríd í sumar. Ash Donelon/Getty Images Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur verið til umfjöllunar nýverið eftir að félagið leyfði Cristiano Ronaldo að fara frítt og ákvað að fylla skarðið sem hann skyldi eftir sig með lánsmanni frá Besiktas í Tyrklandi en er í eigu B-deildarliðs Burnley. Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Síðan Glazer-fjölskyldan festi kaup á Man United árið 2005 hafa fjármál félagsins reglulega verið umfjöllunarefni á bæði vefsíðum blaða sem og á veraldarvefnum. Ástæðan er einföld, eigendurnir fengu gríðarhátt lán til að kaupa félagið og settu ekki krónu af eigin pening inn í félagið. Síðan hafa þeir blóðmjólkað félagið, borgað sjálfum sér himinháan arð og eytt miklu af þeim peningum sem koma inn í að borga niður skuldir. Nú er fjárhagsstaða félagsins enn á ný í sviðsljósinu en Glazer-fjölskyldan hefur staðfest að Man United sé til sölu. Það virðist þýða að félagið muni ekki spreða peningum þangað til nýir eigendur finnast. Félagið eyddi gríðarlegum upphæðum í sumar en það virðist þó sem fáir ef einhver af leikmönnunum sem keyptur var í sumar hafi verið staðgreiddur. Sem stendur skuldar Manchester United 306 milljónir punda eða rúmlega 53 milljarða íslenskra króna. Sú staðreynd þýðir að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, getur ekki fest kaup á þeim leikmönnum sem hann vill að svo stöddu. Ten Hag sagði í viðtali nýverið að félagið væri í leit að framherja í stað Ronaldo en sá þyrfti að passa bæði hvað varðar leikfræði og fjárhagsstöðu. Á endanum samdi Man United við Wout Weghorst, þrítugan Hollending sem nýtti mínútur sínar vel á HM í Katar undir lok síðasta árs. It's official: Wout Weghorst is a Red! #MUFC— Manchester United (@ManUtd) January 13, 2023 Weghorst var á láni hjá Besiktas og gat félagið keypt leikmanninn af Burnley að lánstímanum loknum. Hann grátbað hins vegar Besiktas um að rifta samningnum og fékk ósk sína uppfyllta. Weghorst verður leikmaður Man United fram á sumar en stóra spurningin er hvort framherjinn fái nýjan samning að því loknu eða hvort Man Utd finni nægt fjármagn til að borga þeim félögum sem það skuldar nú ásamt því að geta fest kaup á nýjum leikmönnum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira