Úlfarnir krefjast svara um af hverju markið gegn Liverpool fékk ekki að standa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 20:15 Toti Gomes fagnaði eins og óður maður þegar boltinn söng í netinu, enda hélt hann að hann væri að slá Liverpool úr leik í FA-bikarnum. Jack Thomas - WWFC/Wolves via Getty Images Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Wolves, segir að félagið hafi sent enska knattspyrnusambandinu, FA, bréf þar sem sambandið er beðið um að útskýra af hverju þriðja mark liðsins gegn Liverpool í FA-bikarnum um liðna helgi fékk ekki að standa. Toti Gomes hélt að hann hefði tryggt Úlfunum sigurinn gegn Liverpool þegar hann taldi sig hafa breytt stöðunni í 3-2 seint í leiknum. Hann skoraði þá í kjölfarið á hornspyrnu frá Matheus Nunes. Línuvörður leiksins hafði hins vegar lyft flagginu og dæmt Nunes rangstæðan þegar hann fékk boltann aftur eftir að hornspyrnan var tekin. Margir bjuggust við því að myndbandsdómgæslan myndi snúa dómi línuvarðarins við, en eitthvað hafði klikkað við uppsetningu búnaðarins og því var engin myndavél sem sá Nunes þegar boltanum var leikið aftur til hans. Myndbandsdómgæslan gat því ekki fært nein sönnunargögn fyrir því að Nunes hafi verið réttstæður og því stóð ákvörðun línuvarðarins. „Það er augljóst að eitthvað hefur komið fyrir,“ sagði Lopetegui. „Ég hef auðvitað séð myndirnar á netinu. Ég hef mína skoðun á þessu máli og við höfum sent bréf og bíðum nú eftir útskýringu.“ Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og því þurfa liðin að mætast á nýjan leik til að skera úr um hvort þeirra kemst í fjórðu umferð FA-bikarsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool og Wolves þurfa að mætast á ný eftir dramatískt jafntefli Liverpool og Wolves gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku bikarkeppninni, FA-bikarnum í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um hvort liðið fer áfram í fjórðu umferð. 7. janúar 2023 21:54 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Toti Gomes hélt að hann hefði tryggt Úlfunum sigurinn gegn Liverpool þegar hann taldi sig hafa breytt stöðunni í 3-2 seint í leiknum. Hann skoraði þá í kjölfarið á hornspyrnu frá Matheus Nunes. Línuvörður leiksins hafði hins vegar lyft flagginu og dæmt Nunes rangstæðan þegar hann fékk boltann aftur eftir að hornspyrnan var tekin. Margir bjuggust við því að myndbandsdómgæslan myndi snúa dómi línuvarðarins við, en eitthvað hafði klikkað við uppsetningu búnaðarins og því var engin myndavél sem sá Nunes þegar boltanum var leikið aftur til hans. Myndbandsdómgæslan gat því ekki fært nein sönnunargögn fyrir því að Nunes hafi verið réttstæður og því stóð ákvörðun línuvarðarins. „Það er augljóst að eitthvað hefur komið fyrir,“ sagði Lopetegui. „Ég hef auðvitað séð myndirnar á netinu. Ég hef mína skoðun á þessu máli og við höfum sent bréf og bíðum nú eftir útskýringu.“ Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og því þurfa liðin að mætast á nýjan leik til að skera úr um hvort þeirra kemst í fjórðu umferð FA-bikarsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool og Wolves þurfa að mætast á ný eftir dramatískt jafntefli Liverpool og Wolves gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku bikarkeppninni, FA-bikarnum í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um hvort liðið fer áfram í fjórðu umferð. 7. janúar 2023 21:54 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Liverpool og Wolves þurfa að mætast á ný eftir dramatískt jafntefli Liverpool og Wolves gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku bikarkeppninni, FA-bikarnum í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um hvort liðið fer áfram í fjórðu umferð. 7. janúar 2023 21:54