West Ham hafði betur gegn Brentford og Hollywood-liðið vann nauman sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 19:32 Wrexham vann ótrúlegan sigur gegn Coventry í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Fjórum leikjum sem fóru fram á sama tíma í FA-bikarnum er nú lokið. West Ham hafði betur gegn Brentford í úrvalsdeildarslag og Wrexham, sem er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, er komið áfram eftir 4-3 sigur gegn Coventry. Varamaðurinn Said Benrahma skoraði eina mark leiksins er West Ham vann 1-0 sigur gegn Brentford í úrvalsdeildarslag. Brentford er því úr leik, en West Ham er á leið í fjórðu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Þá vann Wrexham, sem er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, óvæntan 4-3 sigur er liðið heimsótti B-deildarlið Coventry City. Wrexham leikur í fimmtu efstu deild Englands, en liðið fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn í Coventry þegar Jonathan Panzo var rekinn af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik fyrir brot innan vítateigs. Paul Mullin fór á punktinn fyrir gestina og breytti stöðunni í 4-1 og útlitið svart fyrir Coventry. Þrátt fyrir að vera manni færri og þremur mörkum undir gáfust heimamenn ekki upp. Þeir skoruðu tvö mörk á seinustu tuttugu mínútum leiksins, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan því ótrúlegur 4ö3 sigur Wrexham sem er á leið í fjórðu umferð FA-bikarsins. Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum Sjá meira
Varamaðurinn Said Benrahma skoraði eina mark leiksins er West Ham vann 1-0 sigur gegn Brentford í úrvalsdeildarslag. Brentford er því úr leik, en West Ham er á leið í fjórðu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Þá vann Wrexham, sem er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, óvæntan 4-3 sigur er liðið heimsótti B-deildarlið Coventry City. Wrexham leikur í fimmtu efstu deild Englands, en liðið fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Ekki batnaði útlitið fyrir heimamenn í Coventry þegar Jonathan Panzo var rekinn af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik fyrir brot innan vítateigs. Paul Mullin fór á punktinn fyrir gestina og breytti stöðunni í 4-1 og útlitið svart fyrir Coventry. Þrátt fyrir að vera manni færri og þremur mörkum undir gáfust heimamenn ekki upp. Þeir skoruðu tvö mörk á seinustu tuttugu mínútum leiksins, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan því ótrúlegur 4ö3 sigur Wrexham sem er á leið í fjórðu umferð FA-bikarsins.
Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Fleiri fréttir „Ef menn leggja sig fram og standa sig vel þá er alltaf stutt í byrjunarliðið” „Það má ekki fagna of mikið“ Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar „Lið mega varla komast inn í teig án þess að skora“ Í beinni: Stjarnan - KR | Bæði þurfa sigur Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika „Fannst Víkingarnir ekki eiga skilið neitt út úr þessum leik“ „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Uppgjörið: ÍBV - FH 2-1 | Dramatískt sigurmark í Eyjum Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum Sjá meira