Þá fer veður versnandi á fyrrnefndum svæðum í fyrramálið. Á Norðurlandi hefur veikt snjólag verið viðvarandi og hefur fólk í fjalllendi sett af stað flóð en mörg snjóflóð hafi fallið þar um jól og áramót.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd yfir snjóflóðahættu næstu daga eftir landshlutum. Nánari upplýsingar má nálgast með því að smella hér.

Varhugaverðar aðstæður eru sagðar til víða til fjalla en til dæmis séu óstöðug snjóalög á Fjallabakssvæðinu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að snjóathugunarmaður hafi verið í Landmannalaugum í gær og í dag. Athuganir hans hafi leitt í ljós að varasamar aðstæður séu á svæðinu og „vúmp“ hljóð hafi heyrst í snjónum. Þar að auki hafi flekar brotnað undan honum.
„Snjóathugunarmaðurinn forðaðist brattar brekkur og því fóru snjóflóð ekki af stað, en vúmp-hljóð og samfall í snjóflekum bendir jafnan til mikillar snjóflóðahættu,“ segir um ofanflóð á vef Veðurstofunnar.