Fréttamennirnir vinna allir hjá ríkissjónvarpi Suður-Súdans og voru handteknir á þriðjudag og miðvikudag, að sögn Patrick Oyet, formanni stéttarfélags fréttamanna í landinu.
„Þeir eru grunaðir um að vita hvernig myndskeiðið af forsetanum að pissa á sig komst í dreifingu,“ hefur Reuters eftir honum.
Myndbandið, sem sýnir hinn 71 árs gamla Salva Kiir bleyta buxur sínar á vígsluathöfn vegar, var aldrei sýnt í sjónvarpi í landinu en það komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Yfirvöld í Suður-Súdan hafa ekki orðið við beiðni Reuters um viðbrögð vegna málsins. Þá hafa yfirvöld landsins neitað því ítrekað að forsetinn eigi við heilsufarsvanda að stríða.