Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. janúar 2023 16:00 Hér má sjá Lionel Messi fagna heimsmeistaratitli Argentínu í fyrra mánuði með eftirlíkingu af verðlaunastyttunni góðu. Chris Brunskill/Getty Images Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira