Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. janúar 2023 16:00 Hér má sjá Lionel Messi fagna heimsmeistaratitli Argentínu í fyrra mánuði með eftirlíkingu af verðlaunastyttunni góðu. Chris Brunskill/Getty Images Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira