Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. janúar 2023 16:00 Hér má sjá Lionel Messi fagna heimsmeistaratitli Argentínu í fyrra mánuði með eftirlíkingu af verðlaunastyttunni góðu. Chris Brunskill/Getty Images Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina. Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði. Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Messi tók við af eggi Í heil fjögur ár var ljósmynd af eggi vinsælasta myndin á Instagram. Þetta er bara egg og eini tilgangurinn með myndinni var að fá flest læk í heimi. Það tókst. 58 milljónir læka. Það tók hins vegar ekki nema um sólarhring fyrir Lionel Messi að slá metið þegar hann, já og reyndar Argentína, varð heimsmeistari í fótbolta rétt fyrir jól. Messi póstaði mynd af sér að hampa verðlaunagripnum og búmm, á einum sólarhring lækuðu 75 milljónir manna myndina. Argentínumenn líklega í meirihluta. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) Fór sigurhringinn með eftirlíkingu úr plasti Nú hefur komið í ljós að verðlaunagripurinn sem Messi lyftir á myndinni er ómerkileg eftirlíking sem argentísk hjón létu búa til rétt fyrir keppnina og tóku með sér til Katar. Það var liðsfélagi Messi, Ángel di María, sem gerði Messi grein fyrir því að hann væri að hampa eftirlíkingu, argentískur ljósmyndari náði myndum af því þar sem þeir hlæja að mistökunum og þegar ljósmyndarinn fór að grafast fyrir um að hverju félagarnir væru að hlæja, komst hann að hinu sanna. Voru sex mánuði að búa til eftirlíkingu Hjónin sem bjuggu til eftirlíkinguna hafa greint frá því í argentískum fjölmiðlum að það hafi tekið þau sex mánuði að búa til eftirlíkinguna. Hún er jafn þung og verðlaunagripurinn sjálfur sem er rúmlega 6 kíló af 18 karata gulli, metinn á andvirði 36 milljóna íslenskra króna. Eftirlíkingin er hins vegar úr plasti og kvarsi og síðan þakin gullmálningu. Þau segjast bara hafa ætlað sér að reyna að fá alla leikmennina til að árita gripinn og svo ætlað að eiga hann til minja, fyrir mistök hafi hann ratað í hendurnar á Messi sem hélt að hann væri með hinn ekta grip og hljóp heiðurshringinn með plaststyttuna. Argentínumenn fúlir út í hjónin Margir Argentínumenn kunna hjónunum litlar þakkir fyrir uppátækið, þau hafi með þessu eyðilagt ógleymanlegt augnablik sem Argentínumenn hafi beðið eftir í 36 ár. Nú séu skjámyndir á tölvum og símum, ljósmyndir og plaköt sem þekja heimili argentísku þjóðarinnar bara ómerkilegar ljósmyndir af plaststyttu sem í raun er einskis virði.
Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira