Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. janúar 2023 10:01 Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, samsvaraði sig vel við konuna í Áramótaskaupinu sem fór pokalaus í búðina. Eitthvað sem gerist reglulega hjá honum. Fyrir vikið reynir hann að halda á því sem hann keypti, missir þá oft eitthvað á gólfið og lendir í enn meiri vandræðum eða gleymir ostinum í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna flesta morgna mjög snemma, á bilinu hálf sjö til hálf átta. Það finnst mér merkilegt því með hækkandi aldri hef ég breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Ég vakna iðulega áður en vekjaraklukkann hringir. Því fyrr sem ég fer á fætur því betri verður dagurinn þar sem besti tími dagsins eru morgnar í ró og næði. Það þarf ekki að taka það fram að svona morgnar krefjast í það minnsta þriggja kaffibolla.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég læðist fram tíni til föt, gleraugu og síma inn í eldhús, þar sem ég kveiki á kaffivélinni. Það passar að þegar hún hefur malað baunir og pressað þær í bolla þá heyri ég gelt frá nývaknaðri tíkinni okkar Mayu sem er ungversk Vizsla á unglingsaldri. Að vakna með hundi sem er að springa yfir gleði yfir deginum er besta leið til algerar núvitundar. Eftir að hafa farið út í göngutúr með tíkina og leyft henni að gera þarfir sínar setjumst við saman niður. Ég byrja alla morgna á að skoða dagbókina í símanum til að fá yfirsýn yfir verkefni dagsins. Að því loknu renni ég yfir fréttir dagsins hér heima og svo erlenda miðla. Þegar klukkan nálgast hálf átta fer ég í að græja morgunmat handa syni mínum. Ég borða ekki morgunmat heldur fasta til hádegis. Áður en ég fer til vinnu bý ég svo um rúmið eftir að hafa burstað tennur.“ Var einhver karakter í áramótaskaupinu 2022 sem þú telur þig geta samsvarað þér við? „Fyrir það fyrsta mikið svakalega var þetta gott skaup. Við vorum með stórt áramótaboð og allir hlógu frá upphafi til enda. En konan sem gleymdi poka er eitthvað sem ég tengdi sterkt við. Ég kem reglulega við í búðinni á leið heim úr vinnu. Þar sem ég man aldrei eftir poka þá fer ég í það að reyna, til koma í veg fyrir sóun, að raða vörunum upp þannig að ég geti borið þær í einni ferð. Stundum krefst það þess að ég setji ost í vasann á frakkanum og ég hef farið í vinnuna með skinkupakka í tölvutöskunni. Oftar en ekki missi ég eitthvað á gólfið sem ég get ekki tekið upp nema hætta á að missa enn fleiri hluti. Eins var það karlinn sem furðaði sig á fréttamati fjölmiðla. Ég fussa stundum og sveia yfir fréttamati en það gera allir karlar sem eru að nálgast miðjan aldur.“ Kolbeinn segist svo heppinn að vinna í mörgum og fjölbreyttum verkefnum og því séu fæstir dagar eins. En hann segir líka að í vinnu skipti mestu máli að vera í kringum fólk sem er lífsglatt og skemmtilegt. Þá segir Kolbeinn að það að vakna með hundi sem er að springa yfir gleði yfir deginum sé frábær leið til að komast í núvitund, en saman fara hann og tíkin Maya í góðan göngutúr á morgnana. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er svo lánsamur að vera vinnandi í mörgum og fjölbreyttum verkefnum með mismunandi fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Fyrir vikið eru áskoranir dagsins og verkefni þeim tengdum nánast aldrei eins. Mestu máli skiptir þó að vera í kringum fólk sem er lífsglatt og skemmtilegt. Vinnufélagar mínir og viðskiptavinir eru það upp til hópa. Við hjónin tókum svo að okkur risastórt verkefni, en við keyptum 50 ára gamalt hús í haust sem þarfnast ástar og umhyggju. Þar eru endalaus verkefni miskrefjandi sem ég reyni að sinna eitthvað á hverjum degi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með Outlook póstforritinu í símanum mínum. Ég fer yfir dagbók mína kvölds og morgna. Ég set allt þar inn og á það líka við leikhúsferðir og matarboð samhliða fundum og öðru vinnutengdu. Síðan hef ég lært að ég vinn langbest á morgnana. Afleiðing þess er að ég reyni að sinna mest krefjandi verkefnum fyrri part dagsins. Einnig hef ég lokað fyrir allar tilkynningar í síma nema sms og hringingar en það er stórkostleg áras á einbeitingu fólks að vera með þessi tæki í sí og æ láta mann vita að einhverju sem engu máli skiptir. Síðan tek ég reglulega stutta og rösklega göngutúra til að brjóta upp daginn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Til að morgnarnir geti orðið góðir þarf ég að fara snemma í háttinn. Oftast fer ég í rúmið klukkan ellefu, en stundum jafnvel enn fyrr. Ég les í stutta stund í rúminu áður en ég fer sofa. Síðan gerist það iðulega að ég fyllist tilhlökkunar þegar ég loka augunum yfir kaffinu sem ég mun fá mér næsta morgun.“ Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 Leðurbuxur, hringur í nef og nafla og permanent en toppnum náð á fermingadaginn Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona og kennari viðurkennir að hafa farið alla leið í tískunni sem unglingur. Permanent tólf ára, hringur í nefið og rakaði af sér hárið einhverjum árum síðar. Í unglingatískunni segist hún samt hafa toppað sjálfan sig á fermingardaginn. 17. desember 2022 10:01 Eins og hauslaus hæna í matvörubúð og ekki eldað síðan 2009 Það mátti litlu muna að Guðfinnur Sigurvinsson létist úr næringaskorti í október síðastliðnum. Því þá var hann einn heima í mánuð og svo lélegur er hann í eldamennskuna að málin stóðu tæpt þegar eiginmaðurinn kom loks heim fjarveru vegna vinnu. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ásamt fleiru. 10. desember 2022 10:00 Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. 3. desember 2022 10:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna flesta morgna mjög snemma, á bilinu hálf sjö til hálf átta. Það finnst mér merkilegt því með hækkandi aldri hef ég breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Ég vakna iðulega áður en vekjaraklukkann hringir. Því fyrr sem ég fer á fætur því betri verður dagurinn þar sem besti tími dagsins eru morgnar í ró og næði. Það þarf ekki að taka það fram að svona morgnar krefjast í það minnsta þriggja kaffibolla.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég læðist fram tíni til föt, gleraugu og síma inn í eldhús, þar sem ég kveiki á kaffivélinni. Það passar að þegar hún hefur malað baunir og pressað þær í bolla þá heyri ég gelt frá nývaknaðri tíkinni okkar Mayu sem er ungversk Vizsla á unglingsaldri. Að vakna með hundi sem er að springa yfir gleði yfir deginum er besta leið til algerar núvitundar. Eftir að hafa farið út í göngutúr með tíkina og leyft henni að gera þarfir sínar setjumst við saman niður. Ég byrja alla morgna á að skoða dagbókina í símanum til að fá yfirsýn yfir verkefni dagsins. Að því loknu renni ég yfir fréttir dagsins hér heima og svo erlenda miðla. Þegar klukkan nálgast hálf átta fer ég í að græja morgunmat handa syni mínum. Ég borða ekki morgunmat heldur fasta til hádegis. Áður en ég fer til vinnu bý ég svo um rúmið eftir að hafa burstað tennur.“ Var einhver karakter í áramótaskaupinu 2022 sem þú telur þig geta samsvarað þér við? „Fyrir það fyrsta mikið svakalega var þetta gott skaup. Við vorum með stórt áramótaboð og allir hlógu frá upphafi til enda. En konan sem gleymdi poka er eitthvað sem ég tengdi sterkt við. Ég kem reglulega við í búðinni á leið heim úr vinnu. Þar sem ég man aldrei eftir poka þá fer ég í það að reyna, til koma í veg fyrir sóun, að raða vörunum upp þannig að ég geti borið þær í einni ferð. Stundum krefst það þess að ég setji ost í vasann á frakkanum og ég hef farið í vinnuna með skinkupakka í tölvutöskunni. Oftar en ekki missi ég eitthvað á gólfið sem ég get ekki tekið upp nema hætta á að missa enn fleiri hluti. Eins var það karlinn sem furðaði sig á fréttamati fjölmiðla. Ég fussa stundum og sveia yfir fréttamati en það gera allir karlar sem eru að nálgast miðjan aldur.“ Kolbeinn segist svo heppinn að vinna í mörgum og fjölbreyttum verkefnum og því séu fæstir dagar eins. En hann segir líka að í vinnu skipti mestu máli að vera í kringum fólk sem er lífsglatt og skemmtilegt. Þá segir Kolbeinn að það að vakna með hundi sem er að springa yfir gleði yfir deginum sé frábær leið til að komast í núvitund, en saman fara hann og tíkin Maya í góðan göngutúr á morgnana. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er svo lánsamur að vera vinnandi í mörgum og fjölbreyttum verkefnum með mismunandi fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Fyrir vikið eru áskoranir dagsins og verkefni þeim tengdum nánast aldrei eins. Mestu máli skiptir þó að vera í kringum fólk sem er lífsglatt og skemmtilegt. Vinnufélagar mínir og viðskiptavinir eru það upp til hópa. Við hjónin tókum svo að okkur risastórt verkefni, en við keyptum 50 ára gamalt hús í haust sem þarfnast ástar og umhyggju. Þar eru endalaus verkefni miskrefjandi sem ég reyni að sinna eitthvað á hverjum degi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Með Outlook póstforritinu í símanum mínum. Ég fer yfir dagbók mína kvölds og morgna. Ég set allt þar inn og á það líka við leikhúsferðir og matarboð samhliða fundum og öðru vinnutengdu. Síðan hef ég lært að ég vinn langbest á morgnana. Afleiðing þess er að ég reyni að sinna mest krefjandi verkefnum fyrri part dagsins. Einnig hef ég lokað fyrir allar tilkynningar í síma nema sms og hringingar en það er stórkostleg áras á einbeitingu fólks að vera með þessi tæki í sí og æ láta mann vita að einhverju sem engu máli skiptir. Síðan tek ég reglulega stutta og rösklega göngutúra til að brjóta upp daginn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Til að morgnarnir geti orðið góðir þarf ég að fara snemma í háttinn. Oftast fer ég í rúmið klukkan ellefu, en stundum jafnvel enn fyrr. Ég les í stutta stund í rúminu áður en ég fer sofa. Síðan gerist það iðulega að ég fyllist tilhlökkunar þegar ég loka augunum yfir kaffinu sem ég mun fá mér næsta morgun.“
Kaffispjallið Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 Leðurbuxur, hringur í nef og nafla og permanent en toppnum náð á fermingadaginn Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona og kennari viðurkennir að hafa farið alla leið í tískunni sem unglingur. Permanent tólf ára, hringur í nefið og rakaði af sér hárið einhverjum árum síðar. Í unglingatískunni segist hún samt hafa toppað sjálfan sig á fermingardaginn. 17. desember 2022 10:01 Eins og hauslaus hæna í matvörubúð og ekki eldað síðan 2009 Það mátti litlu muna að Guðfinnur Sigurvinsson létist úr næringaskorti í október síðastliðnum. Því þá var hann einn heima í mánuð og svo lélegur er hann í eldamennskuna að málin stóðu tæpt þegar eiginmaðurinn kom loks heim fjarveru vegna vinnu. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ásamt fleiru. 10. desember 2022 10:00 Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. 3. desember 2022 10:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01
Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01
Leðurbuxur, hringur í nef og nafla og permanent en toppnum náð á fermingadaginn Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona og kennari viðurkennir að hafa farið alla leið í tískunni sem unglingur. Permanent tólf ára, hringur í nefið og rakaði af sér hárið einhverjum árum síðar. Í unglingatískunni segist hún samt hafa toppað sjálfan sig á fermingardaginn. 17. desember 2022 10:01
Eins og hauslaus hæna í matvörubúð og ekki eldað síðan 2009 Það mátti litlu muna að Guðfinnur Sigurvinsson létist úr næringaskorti í október síðastliðnum. Því þá var hann einn heima í mánuð og svo lélegur er hann í eldamennskuna að málin stóðu tæpt þegar eiginmaðurinn kom loks heim fjarveru vegna vinnu. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ásamt fleiru. 10. desember 2022 10:00
Fyrsta verk dagsins að þagga niður nöldurvælið í frú Sigríði Jósafínu Brynhildur Ólafsdóttir útiþjálfari og leiðsögumaður segist markvisst vera að temja sér meira kæruleysi. Enda sé það skemmtilegra, afslappaðra og heilbrigðara fyrir taugakerfið. Brynhildur byrjar daginn á að sinna kettinum frú Sigríði Jósefínu sem hefur enga þolinmæði gagnvart eiganda sem fer seint á fætur. 3. desember 2022 10:01