Sport

Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, Olís-deildin, ítalski boltinn, NFL og NBA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool tekur á móti Wolves í elstu og virtustu bikarkeppni heims í dag.
Liverpool tekur á móti Wolves í elstu og virtustu bikarkeppni heims í dag. Vísir/Getty

Sportrásir Stöðvar 2 eru gjörsamlega pakkaðar af dagskrá á þessum fyrsta laugardegi ársins og algjör ógerningur fyrir eina manneskju að komast yfir þær tuttugu beinu útsendingar sem verða í boði. Það er því spurning um að velja og hafna, en allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Olís-deild kvenna á heima á Stöð 2 Sport og verða tveir leikir í beinni útsendingu í dag. Valskonur taka á móti ÍBV klukkan 13:20 og klukkan 17:50 er komið að viðureign Hauka og Fram.

Stöð 2 Sport 2

Elsta og virtasta bikarkeppni heims verður fyrirferðamikil á sportrásunum í dag og Stöð 2 Sport 2 tekur stóran hluta á sig.

Gillingham og Leicester eigast við strax klukkan 12:20 áður en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Bournemouth klukkan 14:50. Klukkan 17:20 er svo komið að úrvalsdeildarslag á milli Brentford og West Ham.

Uppgitun fyrir leiki kvöldsins hefst svo klukkan 19:30 og tuttugu mínútum síðar skiptum við yfir á Anfield þar sem Liverpool tekur á móti Wolves. Að þeim leik loknum verða leikir dagsins og kvöldsins svo gerðir upp af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports.

NBA-deildin í körfubolta fær einnig sitt pláss á Stöð 2 Sport 2 þegar San Antonio Spurs tekur á móti Boston Celtics klukkan 23:00.

Stöð 2 Sport 3

FA-bikarinn teygir sig einnig yfir á Stöð 2 Sport 3 þar sem Tottenham tekur á móti Portsmouth klukkan 12:20. Klukkan 14:50 er svo komið að viðureign Hull og Fulham áður en Hollywood-stjörnurnar í Wrexham sækja Coventry heim klukkan 17:20.

Þá verða einnig tveir leikir á dagskrá í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þar sem Las Vegas Raiders tekur á móti Kansas City Chiefs klukkan 21:30 áður en Jacksonville Jaguars og Tennessee Titans eigast við klukkan 01:15 eftir miðnætti.

Stöð 2 Sport 4

Ef þið hélduð að þið væruð óhult fyrir FA-bikarnum á Stöð 2 Sport 4 þá höfðuð þið rangt fyrir ykkur. Crystal Palace tekur á móti Southampton klukkan 12:20, Middlesbrough og Brighton eigast við klukkan 14:50 og Newcastle sækir Sheffield Wednesday heim klukkan 17:50.

Stöð 2 Sport 5

Ítalski boltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 5 og verður boðið upp á þrjá leiki í dag. Fiorentina tekur á móti Sassuolo klukkan 13:50, Juventus mætir Udinese klukkan 16:50 og Monza tekur á móti Inter klukkan 19:35.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×