Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði lítillega 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 08:30 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði lítillega á milli ára í fyrra og voru 528 í stað 570. Alls voru 556 mál afgreidd en í 61 þeirra gaf umboðsmaður út álit, í 20 tilvika án tilmæla til stjórnvalda. Frá þessu er greint á vef umboðsmanns. Honum bárust í fyrra 44 kvartanir að meðaltali en kvartanirnar voru langflestar á fyrsta fjórðungi ársins, um og yfir 60 á mánuði. Fæstar voru kvartanirnar á þriðja ársfjórðungi, eða 105 í allt. „Athygli vekur hve skarpt kvörtunum fjölgaði svo í desember frá næstu fimm mánuðum á undan. Þá bárust 49 en voru fæstar í júlí eða 31 sem er nákvæmlega sami fjöldi í þeim mánuði og árið á undan. Meðalfjöldi kvartana undanfarin þrjú ár er 546 en næstu fimm ár þar á undan voru þær 408 að meðaltali,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður skilaði 59 álitum í 61 máli en í einu tilviki voru þrjú mál sameinuð í eitt álit. Þetta er sambærilegur fjöldi og árið á undan. „Þriðjungur álitanna var án tilmæla til stjórnvalda en þau fela, líkt og álit með tilmælum, einnig í sér niðurstöðu sem af einhverjum ástæðum hefur almenna þýðingu eða leiðbeiningargildi.“ Á árinu tókst að ljúka tæplega 60 prósent kvartana innan mánaðar frá því þær bárust, tæplega 80 prósent innan tveggja mánaða og nálægt 90 prósent á þremur mánuðum. Meðal frumkvæðismála sem umboðsmaður sem lokið var eru nefnd athugun á samkomutakmörkunum vegna Covid-19, athugun á framkvæmd og grundvelli vistunar sjúklinga á öryggisgangi réttargeðdeildarinnar á Kleppi á Landspítala, athuganir vegna setningar ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og athugun vegna skipunar ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytis. „Á grundvelli frumkvæðisheimilda fylgdist embættið einnig áfram með ýmsum atriðum við framkvæmd rafrænnar stjórnsýslu á vegum stjórnvalda, ekki síst m.t.t. þeirra sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti gagnvart rafrænum miðlum. Það eftirlit hefur snúið að reglusetningu og stefnumótun ráðuneyta en einnig hafa afmörkuð álitaefni við framkvæmd einstakra stjórnvalda verið tekin upp sem sérstök mál,“ segir enn fremur á vef umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Frá þessu er greint á vef umboðsmanns. Honum bárust í fyrra 44 kvartanir að meðaltali en kvartanirnar voru langflestar á fyrsta fjórðungi ársins, um og yfir 60 á mánuði. Fæstar voru kvartanirnar á þriðja ársfjórðungi, eða 105 í allt. „Athygli vekur hve skarpt kvörtunum fjölgaði svo í desember frá næstu fimm mánuðum á undan. Þá bárust 49 en voru fæstar í júlí eða 31 sem er nákvæmlega sami fjöldi í þeim mánuði og árið á undan. Meðalfjöldi kvartana undanfarin þrjú ár er 546 en næstu fimm ár þar á undan voru þær 408 að meðaltali,“ segir á vef umboðsmanns. Umboðsmaður skilaði 59 álitum í 61 máli en í einu tilviki voru þrjú mál sameinuð í eitt álit. Þetta er sambærilegur fjöldi og árið á undan. „Þriðjungur álitanna var án tilmæla til stjórnvalda en þau fela, líkt og álit með tilmælum, einnig í sér niðurstöðu sem af einhverjum ástæðum hefur almenna þýðingu eða leiðbeiningargildi.“ Á árinu tókst að ljúka tæplega 60 prósent kvartana innan mánaðar frá því þær bárust, tæplega 80 prósent innan tveggja mánaða og nálægt 90 prósent á þremur mánuðum. Meðal frumkvæðismála sem umboðsmaður sem lokið var eru nefnd athugun á samkomutakmörkunum vegna Covid-19, athugun á framkvæmd og grundvelli vistunar sjúklinga á öryggisgangi réttargeðdeildarinnar á Kleppi á Landspítala, athuganir vegna setningar ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og athugun vegna skipunar ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytis. „Á grundvelli frumkvæðisheimilda fylgdist embættið einnig áfram með ýmsum atriðum við framkvæmd rafrænnar stjórnsýslu á vegum stjórnvalda, ekki síst m.t.t. þeirra sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti gagnvart rafrænum miðlum. Það eftirlit hefur snúið að reglusetningu og stefnumótun ráðuneyta en einnig hafa afmörkuð álitaefni við framkvæmd einstakra stjórnvalda verið tekin upp sem sérstök mál,“ segir enn fremur á vef umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira