Þyngri refsing í kynferðisbrotamáli til kasta Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2023 12:00 Hæstiréttur Íslands mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent