Forseti FIFA gagnrýndur fyrir að taka af sér sjálfu við lík Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2023 07:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, sést hér standa í myndatökum rétt við lík Pele á líkvökunni á heimavelli Santos. Getty/Mario Tama Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur tjáð sig um sjálfuna sem hann tók af sér við lík brasilíska knattspyrnugoðsins Pele, á líkvökunni á heimavelli Santos. Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Andlát Pele FIFA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Pele dó 82 ára gamall en yfir tvö hundruð þúsund manns vottuðu honum virðingu sína þegar kista hans var höfð opin á heimavelli liðsins sem hann spilaði með nær allan feril sinn. Einn af þeim sem voru á staðnum var forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins Gianni Infantino og eins og vanalega er hann duglegur að koma sér í fréttirnar á neikvæðan hátt. Gianni Infantino: FIFA boss 'dismayed' after coming under fire for taking selfie near Pele's open coffin https://t.co/5JbZ3hXOxF— Sky News (@SkyNews) January 3, 2023 Að þessu sinni hneykslaði hann marga þegar birtist mynd sem hann tók af sér fyrir framan opnu kistuna með líki Pele. Infantino var einn af þeim fyrstu sem mætti á svæðið en myndina tók hann af sér með fyrrum liðsfélögum Pele og aðeins nokkra metra frá kistu Pele. Infantino skrifaði pistil á Instagram eftir að hann heyrði af gagnrýninni og útskýrði málið betur. „Var að lenda eftir ferðalag mitt til Brasilíu þar sem mér hlotnaðist sá heiður að taka þátt í að sýna Pele fallegan virðingarvott á Vila Belmiro leikvangnum í Santos,“ skrifaði Gianni Infantino. This is FIFA president Gianni Infantino.The head of the organization took a selfie in front of Pele s casket.Per reports, the casket was open. Despicable, inhumane behavior. pic.twitter.com/6gxKevr5uX— Colin Kaepernick 7 Was Exiled Exercising Rights (@RickStrom) January 3, 2023 „Mér til mikillar skelfingar þá hef ég fengið fréttir um það að ég sé gagnrýndur af sumu fólki fyrir að taka sjálfu og myndir á athöfninni í gær,“ skrifaði Infantino. „Ég vil að það sé á hreinu að mér var sýndur sá heiður að fyrrum liðsfélagar Pele og fjölskyldur þeirra báðu mig um að taka nokkrar myndir með þeim. Augljóslega varð ég við þeirri ósk,“ skrifaði Infantino. „Í sambandi við sjálfuna þá báðu liðsfélagar Pele mig um að tala sjálfu af okkur öllum af því að þeir kunnu það ekki. Svo til að vera hjálpsamur þá tók ég mynd af einum þeirra og tók mynd af okkur öllum fyrir hann,“ skrifaði Infantino. „Ef það að hjálpa liðsfélögum Pele kallar á gagnrýni þá skal ég taka við henni því ég mun alltaf reyna að hjálpa þegar fólk óskar eftir því. Ég ber líka svo mikla virðingu fyrir Pele að ég myndi aldrei nokkurn tímann sýna honum virðingarleysi. Ég vona að þeir sem birtu þetta, eða sögðu hluti án þess að sækja sér réttar upplýsingar, hafi mann í sér að viðurkenna að þeir höfðu ekki rétt fyrir sér,“ skrifaði Infantino. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
Andlát Pele FIFA Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira