Emelía hefur verið í námi í Svíþjóð undanfarin ár en lék síðast með Keflavík veturinn 2020 til 2021. Hún snýr nú aftur á heimaslóðir og mun leika með Keflavíkurliðinu það sem eftir lifir móts.
Þetta staðfestir hún við Karfan.is.
Emelía er 24 ára gömul og hefur leið 11 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta árið 2016, aðeins 18 ára gömul.
Keflavík hefur farið mikinn í Subway-deildinni það sem af er leiktíð og unnið 13 leiki af 14.