Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2023 11:19 Jón Þórisson, forstjóri Torgs sem gefur út Fréttablaðið, segir að með því að hætta að bera blaðið á heimili fólks sparist einn milljarður króna. vísir/sigurjón Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“ Fjölmiðlar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“
Fjölmiðlar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira