Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 22:40 Íbúar í Saporisjía yfirgefa sundursprengd heimili sín eftir linnulausar árásir Rússa. AP Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn. AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
AP segir frá því að loftvarnaflautur hafi ómað í Kænugarði í nótt þar sem heimamenn fögnuðu komu nýs árs í smærri hópum á heimilum vegna útgöngubanns sem hafði verið komið á. Talsmaður úkraínska flughersins segir að tekist hafi að skjóta niður að minnsta kosti 45 rússneska dróna á nýársnótt. Á að minnsta kosti einum þeirra hafi verið ritað „Gleðilegt nýtt ár“ á rússnesku. Talsmaður rússneska hersins segir að árásirnar hafi beinst að drónaverksmiðlum Úkraínuhers og að með þeim hafi tekist að draga úr getu Úkraínumanna til að fremja „hryðjuverkaárásir“ gegn Rússlandi. Engin hernaðarleg skotmörk eftir Í færslu á Twitter segir Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Volodýmír Selenskí Úkraínuforseta, að árásirnar nú bendi til breytinga í stríðsrekstri Rússa. Segir hann að Rússar virðast ekki lengur með nein hernaðarleg skotmörk á lista og því „reyni þeir að drepa eins marga almenna borgara og hægt er.“ Auk mannfalls í Kænugarði hafa borist fréttir af tveimur látnum Úkraínumönnum í árásum Rússa í Kherson og Saporisjía. Þá eiga um fimmtíu manns að hafa særst í árásum Rússa á nýársnótt. Volodýmír Selenskí Úkraínuforseti segir að enginn í heiminum muni fyrirgefa Rússum.EPA Enginn mun fyrirgefa Rússum Selenskí Úkraínuforseti skrifaði á gamlárskvöld um árásir Rússa þar sem hann sagði meðal annars: „Vélmenni gegn manneskjum… Enginn í heiminum kemur til með að fyrirgefa ykkur þetta. Úkraína mun ekki fyrirgefa.“ Í ávarpi lagði hann jafnframt áherslu á að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast þar til að sigur sé í höfn. „Við berjumst og höldum áfram að berjast. Við berjumst eins og lið – landið allt, öll héruð. Ég dáist að ykkur öllum. Ég vil þakka hverju ósigandi héraði í Úkraínu,“ sagði Selenskí.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag. 31. desember 2022 13:25