Frábær fimleikaaðstaða á Egilsstöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 21:05 Mikil ánægja er með starf Fimleikadeildar Hattar enda eru þar mörg hundruð iðkendur að æfa fimleika meira og minna alla daga vikunnar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar. Fimleikarnir er sú íþróttagrein, sem er að slá í gegn á Egilsstöðum enda aðstaðan alveg upp á tíu í glæsilegu fimleikahúsi. Það er allta mikið líf og fjör í húsinu, krakkar út um allt að hoppa og skoppa og læra allskonar atriði, sem snúa að fimleikum. Um er að ræða börn og unglinga á öllum aldri. „Þessi deild byggist rosalega mikið á starfsemi einnar manneskju, Auðar Völu, sem býr hér rétt hjá en hún er að vísu farin í annað núna en við búum að því, sem hún hefur byggt upp hingað til. En svo erum við náttúrulega að æfa hópfimleika og við erum með krakka og iðkendur frá tveggja ára aldri og upp í meistaraflokk, svo hér er allur skalinn, bæði krakkar, sem keppa og krakkar, sem eru í áhugafimleikum,“ segir Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, sem segir fimleika geggjaða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Hrund þennan mikla áhuga á fimleikum á svæðinu? „Fimleikar eru náttúrulega geggjaðir, ég held að það sé bara eitt og sér nóg. Þetta er gríðarlega góð og öflug deild hér, þannig að það er ekkert skrýtið.“ Iðkendur frá Hetti hafa keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis og staðið sig mjög vel. Hrund segist vera mjög stolt af starfi deildarinnar. „Já, mjög stolt enda er starfið alveg ótrúlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar hérna.” Um 400 iðkendur æfa hjá fimleikadeild Hattar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Fimleikar Höttur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Fimleikarnir er sú íþróttagrein, sem er að slá í gegn á Egilsstöðum enda aðstaðan alveg upp á tíu í glæsilegu fimleikahúsi. Það er allta mikið líf og fjör í húsinu, krakkar út um allt að hoppa og skoppa og læra allskonar atriði, sem snúa að fimleikum. Um er að ræða börn og unglinga á öllum aldri. „Þessi deild byggist rosalega mikið á starfsemi einnar manneskju, Auðar Völu, sem býr hér rétt hjá en hún er að vísu farin í annað núna en við búum að því, sem hún hefur byggt upp hingað til. En svo erum við náttúrulega að æfa hópfimleika og við erum með krakka og iðkendur frá tveggja ára aldri og upp í meistaraflokk, svo hér er allur skalinn, bæði krakkar, sem keppa og krakkar, sem eru í áhugafimleikum,“ segir Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Hrund Erla Guðmundsdóttir, formaður Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum, sem segir fimleika geggjaða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skýrir Hrund þennan mikla áhuga á fimleikum á svæðinu? „Fimleikar eru náttúrulega geggjaðir, ég held að það sé bara eitt og sér nóg. Þetta er gríðarlega góð og öflug deild hér, þannig að það er ekkert skrýtið.“ Iðkendur frá Hetti hafa keppt á fjölmörgum mótum hér heima og erlendis og staðið sig mjög vel. Hrund segist vera mjög stolt af starfi deildarinnar. „Já, mjög stolt enda er starfið alveg ótrúlega mikil lyftistöng fyrir samfélagið okkar hérna.” Um 400 iðkendur æfa hjá fimleikadeild Hattar í glæsilegu fimleikahúsi á Egilsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Fimleikar Höttur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira