Appelsínugul viðvörun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. desember 2022 07:20 Búist er við skafrenningi víða í dag. vísir/vilhelm Gefnar hafa verið út viðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun var í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 í dag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi. Spáð er austan 13-20 m/s og talsverðri snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströnd og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Hvassast verður við ströndina og til fjalla. „Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og ófærð. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám og upplýsingum um færð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á höfuðborgarsvæði er gul viðvörun í gildi. Spáð er 13-18 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efribyggðum. Sama er uppi á teningnum á Vesturlandi og Vestfjörðum, fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðausturlandi er spáð austan 8-15 stigum og talsverðri eða mikilli snjókomu, búist við skafrenningi með versnandi aksturssklilyrðum. Viðvaranakort Veðurstofunnar. Appelsínugul viðvörun gildir til kl. 15 í dag. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestur- og Suðausturlandi til sunnudags.veðurstofan Vegagerðin er einnig í viðbragðsstöðu vegna mögulegra vegalokana á Suðurstrandarvegi, Hellisheiði, Þrengslum, Grindarvíkuvegi og Reykjanesbraut. Isavia hefur varað við því að röskun gæti orðið á flugi um Keflavíkurflugvöll, sem og að röskun gæti orðið á innanlandsflugi. Strætó hefur einnig varað við því að óveðrið kunni að raska ferðum. Klukkan 9 var hringvegi milli Markarfljóts og Víkur lokað. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira
Spáð er austan 13-20 m/s og talsverðri snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströnd og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Hvassast verður við ströndina og til fjalla. „Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og ófærð. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám og upplýsingum um færð,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á höfuðborgarsvæði er gul viðvörun í gildi. Spáð er 13-18 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efribyggðum. Sama er uppi á teningnum á Vesturlandi og Vestfjörðum, fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðausturlandi er spáð austan 8-15 stigum og talsverðri eða mikilli snjókomu, búist við skafrenningi með versnandi aksturssklilyrðum. Viðvaranakort Veðurstofunnar. Appelsínugul viðvörun gildir til kl. 15 í dag. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestur- og Suðausturlandi til sunnudags.veðurstofan Vegagerðin er einnig í viðbragðsstöðu vegna mögulegra vegalokana á Suðurstrandarvegi, Hellisheiði, Þrengslum, Grindarvíkuvegi og Reykjanesbraut. Isavia hefur varað við því að röskun gæti orðið á flugi um Keflavíkurflugvöll, sem og að röskun gæti orðið á innanlandsflugi. Strætó hefur einnig varað við því að óveðrið kunni að raska ferðum. Klukkan 9 var hringvegi milli Markarfljóts og Víkur lokað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Sjá meira