Engin áramótateiti hjá Tate Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 22:17 Andrew Tate dúsir í fangaklefa í Rúmeníu ásamt bróður sínum. Skjáskot Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir. Dómstóll í Búkarest féllst í dag á gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglunnar í Rúmeníu og úrskurðaði bræðurna í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Eugen Vidineac, verjandi bræðranna, staðfesti þetta í samtali við staðarmiðla fyrir utan dómshús í dag. CNN greinir frá. „Frá okkar sjónarhóli eru engar ástæður til þess að grípa til mest íþyngjandi úrræðis laga um meðferð sakamála,“ er haft eftir honum. Bræðurnir voru handteknir í gær þegar lögregla gerði rassíu á heimili þeirra í Rúmeníu. Tveir rúmenskir ríkisborgarar voru einnig handteknir. Lögreglan í Rúmeníu segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Þá hefur lögreglan gefið út að minnst einn sakborninganna fjögurra sé grunaður um að hafa nauðgað konu í tvö skipti í mars síðastliðnum og grunur sé um fórnarlömb þeirra séu minnst sex talsins. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. Kynferðisofbeldi Rúmenía Samfélagsmiðlar Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Dómstóll í Búkarest féllst í dag á gæsluvarðhaldsbeiðni lögreglunnar í Rúmeníu og úrskurðaði bræðurna í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Eugen Vidineac, verjandi bræðranna, staðfesti þetta í samtali við staðarmiðla fyrir utan dómshús í dag. CNN greinir frá. „Frá okkar sjónarhóli eru engar ástæður til þess að grípa til mest íþyngjandi úrræðis laga um meðferð sakamála,“ er haft eftir honum. Bræðurnir voru handteknir í gær þegar lögregla gerði rassíu á heimili þeirra í Rúmeníu. Tveir rúmenskir ríkisborgarar voru einnig handteknir. Lögreglan í Rúmeníu segir bræðurna grunaða um að hafa tælt konur til Rúmeníu þar sem þeim hafi svo verið haldið gegn vilja þeirra. Þeim hafi verið nauðgað og þær þvingaðar með ofbeldi til að framleiða klám. Þá hefur lögreglan gefið út að minnst einn sakborninganna fjögurra sé grunaður um að hafa nauðgað konu í tvö skipti í mars síðastliðnum og grunur sé um fórnarlömb þeirra séu minnst sex talsins. Andrew Tate hefur helst verið umdeildur fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Mikill meirihluti fylgjenda hans á samfélagsmiðlum eru ungir karlmenn og drengir. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum.
Kynferðisofbeldi Rúmenía Samfélagsmiðlar Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52
Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46