Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 14:52 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist ná til kjósenda samkvæmt könnunum. Vísir Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu. Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu.
Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira