Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2022 09:52 Thunberg svaraði ögrun Tate á máli sem fylgjendur hans skilja. Skömmu síðar var hann í höndum lögreglunnar. Getty/samsett Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. Rúmenska lögreglan lét til skarar skríða og handtók Tate og bróður hans í gærkvöldi. Þeir eru sagðir grunaðir um mansal og nauðgun. Í yfirlýsingu lögreglu sagði að bræðurnir og tveir Rúmenar væru grunaðir um að stunda skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til að framleiða klámefni sem þeir dreifðu á áskriftarsíðum á netinu. Tate er fyrrverandi bardagaíþróttamaður sem haslaði sér síðar völl sem umdeild samfélagsmiðlastjarna. Einna þekktastur var hann fyrir ýmis kona kvenhatur og hatursorðræðu. Allir helstu samfélagsmiðlar heims úthýstu honum eftir að hann sagði að konur þyrftu að bera ábyrgð á því ef þær væru beittar kynferðisofbeldi. Elon Musk, eigandi Twitter, hleypti Tate aftur á sinn miðil nýlega. Rétt áður en fregnir af lögregluaðgerðinni í Rúmeníu bárust hafði Tate átt í Twitter-deilum við Gretu Thunberg, sænska loftslagsaðgerðasinnann. Þær hófust á því að Tate beindi tísti að Thunberg um hversu marga og mengandi bíla hann ætti. Thunberg brást við með því að gera lítið úr manndómi Tate. yes, please do enlighten me. email me at smalldickenergy@getalife.com https://t.co/V8geeVvEvg— Greta Thunberg (@GretaThunberg) December 28, 2022 Fljótlega eftir handtökurnar í gær fóru fullyrðingar á flug um að myndband sem Tate birti til að svara gríni Thunberg á hans kostnað hafi komið rúmensku lögreglunni á spor hans. Flatbökukassi sem sást í myndbandinu hafi afhjúpað að hann væri í landinu þar sem hann hefur verið til rannsóknar frá því í apríl. Thunberg gekk á lagið eftir að Tate var handtekinn og vísaði í þessar sögusagnir. „Þetta er það sem gerist þegar þú endurvinnur ekki pítsakassana þína,“ tísti Thunberg í morgun. this is what happens when you don t recycle your pizza boxes— Greta Thunberg (@GretaThunberg) December 30, 2022 Vafasamt að pítsukassinn hafi komið Tate í koll Fullyrðingar um að Tate hafi sjálfur komið upp um staðsetningu sína með því að svara háði Thunberg virðast þó byggjast á veikum grunni. Fjöldi frétta um það virðist hafa byggst á tístum sem fóru í mikla dreifingu á Twitter. Grundvöllurinn fyrir því virðist vera ein setning í frétt rúmenska fjölmiðilsins Gandul um að lögregla hafi „meðal annars“ séð á samfélagsmiðlum að bræðurnir væru saman í landinu. Romanian authorities needed proof that Andrew Tate was in the country so they reportedly used his social media posts. His ridiculous video yesterday featured a pizza from a Romanian pizza chain, Jerry's Pizza, confirming he was in the country.This is absolutely epic. pic.twitter.com/kyz4pqegkJ— Alejandra Caraballo (@Esqueer_) December 29, 2022 Óþarfi virðist þó hafa verið fyrir lögreglan að leggjast í djúpa greiningu á myndbandinu sem Tate beindi að Thunberg í leit að vísbendingum um staðsetningu hans. Á jóladag tísti hann myndbandi af sér á göngu með merkingunni „Rúmenía“. Tveimur dögum síðar tísti hann mynd af kastala sem hann sagðist búa í. Romania pic.twitter.com/yTUVAeJevY— Andrew Tate (@Cobratate) December 25, 2022 Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Rúmenska lögreglan lét til skarar skríða og handtók Tate og bróður hans í gærkvöldi. Þeir eru sagðir grunaðir um mansal og nauðgun. Í yfirlýsingu lögreglu sagði að bræðurnir og tveir Rúmenar væru grunaðir um að stunda skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til að framleiða klámefni sem þeir dreifðu á áskriftarsíðum á netinu. Tate er fyrrverandi bardagaíþróttamaður sem haslaði sér síðar völl sem umdeild samfélagsmiðlastjarna. Einna þekktastur var hann fyrir ýmis kona kvenhatur og hatursorðræðu. Allir helstu samfélagsmiðlar heims úthýstu honum eftir að hann sagði að konur þyrftu að bera ábyrgð á því ef þær væru beittar kynferðisofbeldi. Elon Musk, eigandi Twitter, hleypti Tate aftur á sinn miðil nýlega. Rétt áður en fregnir af lögregluaðgerðinni í Rúmeníu bárust hafði Tate átt í Twitter-deilum við Gretu Thunberg, sænska loftslagsaðgerðasinnann. Þær hófust á því að Tate beindi tísti að Thunberg um hversu marga og mengandi bíla hann ætti. Thunberg brást við með því að gera lítið úr manndómi Tate. yes, please do enlighten me. email me at smalldickenergy@getalife.com https://t.co/V8geeVvEvg— Greta Thunberg (@GretaThunberg) December 28, 2022 Fljótlega eftir handtökurnar í gær fóru fullyrðingar á flug um að myndband sem Tate birti til að svara gríni Thunberg á hans kostnað hafi komið rúmensku lögreglunni á spor hans. Flatbökukassi sem sást í myndbandinu hafi afhjúpað að hann væri í landinu þar sem hann hefur verið til rannsóknar frá því í apríl. Thunberg gekk á lagið eftir að Tate var handtekinn og vísaði í þessar sögusagnir. „Þetta er það sem gerist þegar þú endurvinnur ekki pítsakassana þína,“ tísti Thunberg í morgun. this is what happens when you don t recycle your pizza boxes— Greta Thunberg (@GretaThunberg) December 30, 2022 Vafasamt að pítsukassinn hafi komið Tate í koll Fullyrðingar um að Tate hafi sjálfur komið upp um staðsetningu sína með því að svara háði Thunberg virðast þó byggjast á veikum grunni. Fjöldi frétta um það virðist hafa byggst á tístum sem fóru í mikla dreifingu á Twitter. Grundvöllurinn fyrir því virðist vera ein setning í frétt rúmenska fjölmiðilsins Gandul um að lögregla hafi „meðal annars“ séð á samfélagsmiðlum að bræðurnir væru saman í landinu. Romanian authorities needed proof that Andrew Tate was in the country so they reportedly used his social media posts. His ridiculous video yesterday featured a pizza from a Romanian pizza chain, Jerry's Pizza, confirming he was in the country.This is absolutely epic. pic.twitter.com/kyz4pqegkJ— Alejandra Caraballo (@Esqueer_) December 29, 2022 Óþarfi virðist þó hafa verið fyrir lögreglan að leggjast í djúpa greiningu á myndbandinu sem Tate beindi að Thunberg í leit að vísbendingum um staðsetningu hans. Á jóladag tísti hann myndbandi af sér á göngu með merkingunni „Rúmenía“. Tveimur dögum síðar tísti hann mynd af kastala sem hann sagðist búa í. Romania pic.twitter.com/yTUVAeJevY— Andrew Tate (@Cobratate) December 25, 2022
Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45
Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46