Aung san Suu Kyi enn og aftur dæmd í Mjanmar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. desember 2022 08:26 Aung san Suu Kyi hlaut á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels fyrir lýðræðisbaráttu sína í Burma gegn herforingjastjórninni. Hún komst svo til valda í fyrstu frjálsu kosningum landsins en ekki leið á löngu uns herinn tók þar aftur öll völd. AP Photo/Peter Dejong Herdómstóll í Mjanmar dæmdi í morgun Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins til sjö ára fangelsisvistar, en hún hefur nú verið samtals dæmd í 33 ára langt fangelsi fyrir ýmis meint brot. Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi frá því herforingjarnir tóku aftur öll völd í landinu í febrúar á síðasta ári. Síðustu átján mánuði hefur hún síðan verið fyrir rétti, ákærð í nítján liðum en mannréttindasamtök víða fullyrða að um sýndarréttarhöld sé að ræða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði síðast í síðustu viku að henni ætti að sleppa úr fangelsi en herforingjastjórnin virðist ekki hafa hlustað á þau áköll. Í morgun var hún fundin sek um spillingu þar sem hún hafi ekki fylgt reglum um leigu á þyrlu fyrir ráðherra í ríkisstjórninni. Á meðal annarra brota sem hún hefur verið sakfelld fyrir má nefna brot á kórónuveirureglum, innflutning á talstöðvum án leyfis og brot á lögum um ríkisleyndarmál. Fjöldi stuðningsmanna hennar hefur einnig verið hnepptur í varðhald síðustu misserin í Mjanmar og telja mannnréttindasamtök að tæplega sautján þúsund manns hafi verið handtekin og af þeim séu þrettán þúsund enn í fangelsi. Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi frá því herforingjarnir tóku aftur öll völd í landinu í febrúar á síðasta ári. Síðustu átján mánuði hefur hún síðan verið fyrir rétti, ákærð í nítján liðum en mannréttindasamtök víða fullyrða að um sýndarréttarhöld sé að ræða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði síðast í síðustu viku að henni ætti að sleppa úr fangelsi en herforingjastjórnin virðist ekki hafa hlustað á þau áköll. Í morgun var hún fundin sek um spillingu þar sem hún hafi ekki fylgt reglum um leigu á þyrlu fyrir ráðherra í ríkisstjórninni. Á meðal annarra brota sem hún hefur verið sakfelld fyrir má nefna brot á kórónuveirureglum, innflutning á talstöðvum án leyfis og brot á lögum um ríkisleyndarmál. Fjöldi stuðningsmanna hennar hefur einnig verið hnepptur í varðhald síðustu misserin í Mjanmar og telja mannnréttindasamtök að tæplega sautján þúsund manns hafi verið handtekin og af þeim séu þrettán þúsund enn í fangelsi.
Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Suu Kyi fær enn einn fangelsisdóminn Dómstóll í Mjanmar hefur dæmt Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í þriggja ára fangelsi fyrir kosningasvindl í tengslum við þingkosningarnar í nóvember 2020. 2. september 2022 07:54
Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37