Yfirrabbíninn í Moskvu hvetur gyðinga til að flýja Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 08:36 Pinchas Goldschmidt neitaði að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu og flúði land. Getty/Sven Hoppe Rabbíninn Pinchas Goldschmidt hefur hvatt gyðinga búsetta í Rússlandi til að yfirgefa landið á meðan þeir geta. Hann segist óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum fyrir þeim erfiðleikum sem Rússland stendur frammi fyrir vegna innrásarinnar í Úkraínu. Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira