Yfirrabbíninn í Moskvu hvetur gyðinga til að flýja Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2022 08:36 Pinchas Goldschmidt neitaði að lýsa yfir stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu og flúði land. Getty/Sven Hoppe Rabbíninn Pinchas Goldschmidt hefur hvatt gyðinga búsetta í Rússlandi til að yfirgefa landið á meðan þeir geta. Hann segist óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum fyrir þeim erfiðleikum sem Rússland stendur frammi fyrir vegna innrásarinnar í Úkraínu. Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Goldschmidt var yfirrabbíninn í Moskvu en flúði Rússland eftir að hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Í samtali við Guardian segir hann söguna hafa kennt gyðingum að þegar ógn steðjar að hinu pólitíska kerfi í Rússlandi vegna óánægju og reiði almennings, þá freisti ráðamenn þess að beina henni í áttinni að gyðingum. Þetta hafi bæði gerst þegar keisaraveldið leið undir lok og valdatíð Stalíns. „Við erum að horfa upp á aukna gyðingaandúð á sama tíma og Rússland er að hverfa aftur í átt að nýjum Sovétríkjum og smám saman er járntjaldið aftur að fara upp. Þetta er ástæða þess að ég tel best fyrir rússneska gyðinga að yfirgefa landið,“ segir Goldschmidt. Hann segir ástæðu þess að hann hafi flúið land þá að samfélagsleiðtogar hafi verið undir þrýstingi að lýsa yfir stuðningi við innrásina. Þeir sem hefðu ekki gert það hefðu sætt hefndaraðgerðum. Samkvæmt manntali frá árinu 1926 bjuggu 2,6 milljónir gyðinga í Sovétríkjunum það árið, þar af 59 prósent í Úkraínu. Í dag telja gyðingar aðeins 165 þúsund af 145 milljón íbúum Rússlands. Goldschmidt telur að 25 til 30 prósent gyðinga í Rússlandi hafi þegar flúið land eða hyggist flýja land. Það sé hins vegar orðið erfiðara að komast frá landinu, meðal annars vegna ferðabanna sem önnur ríki hafa komið á til að refsa Rússum fyrir innrásina. Rabbíninn telur stórt hlutfall þeirra sem hafa yfirgefið Rússland samfélagsleiðtoga, menntafólk og listamenn. Þessi spekileki muni koma illa niður á rússnesku samfélagi. Stór hluti gyðinga í Úkraínu hafi einnig flúið land og leitað skjóls í Þýskalandi, Austurríki og Rúmeníu. Hér má finna viðtal Guardian við Goldschmidt.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mannréttindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira