Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. desember 2022 11:36 Byrjað var að ryðja Teigsskóg við Þorskafjörð undir vegaframkvæmdir í sumar. Lengi hafði verið deilt um leiðarvalið. Vísir/Arnar Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg. Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður. Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður.
Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira