Handtóku leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 10:19 Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz og leiðtogi hægriflokksins Við trúum (sp. Creemos). Hann var framarlega í flokki í mótmælum sem leiddu til þess að Evó Morales hrökklaðist úr stóli forseta fyrir þremur árum. AP/Juan Karita Lögregla í Bólivíu handtók helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar vegna rannsóknar á meintu valdaráni árið 2019. Stuðningsmenn hans mótmæla á götum úti og saka stjórnvöld um mannrán. Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn. Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Luis Fernando Camacho er ríkisstjóri Santa Cruz, auðugasta héraðs Bólivíu, og hægrisinnaður leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann tók þátt í að bola Evó Morales forseta úr embætti árið 2019. Fyrir það saka saksóknarar hann um hryðjuverk í ákæru sem var gefin út í október. Camacho tapaði forsetakosningum fyrir vinstrimanninum Luis Arce árið 2020. Ríkisstjórnin skilgreinir atburðina sem leiddu til þess að Morales flúði land árið 2019 sem valdarán. Handtakan á Camacho í gær er sögð tengast rannsókn á því. Camacho sjálfur hefur neitað að gefa skýrslu í málinu og sagst vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Undanfarinn mánuð hefur Camacho farið fyrir mótmælum gegn stjórnvöldum í Santa Cruz. Ástæða þeirra eru tafir á manntali en það myndi að líkindum færa Santa Cruz, sem er höfuðvígi stjórnarandstöðunnar, aukna hlutdeild í skattfé og fleiri sæti á þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ólöglegt mannrán Stuðningsmenn Camacho þustu út á götur og lokuðu vegum og hraðbrautum sem tengja Santa Cruz við aðra landshluta. AP-fréttastofan segir að langar raðir hafi myndast við bensínstöðvar þar sem fólk óttast að órói leiði til vöruskorts. Engar upplýsingar fengust um handtökuna fyrr en að nokkrum klukkustundum liðnum. Skrifstofa ríkisstjórans sakaði lögreglu um að hafa rænt Camacho í óhefðbundinni aðgerð og farið með hann á óþekktan stað. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti, líkti handtökunni einnig við ólöglegt og ofsafengið mannrán. Camacho var einn leiðtoga fjölmennra mótmæla gegn Morales í kjölfar kosninga árið 2019. Samtök Ameríkuríkja sögðu að svik hefðu verið í tafli í kosningunum þar sem Morales sóttist eftir endurkjöri í fjórðia sinn.
Bólivía Tengdar fréttir Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. 16. mars 2021 09:27
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19