Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 18:31 Jesse Marsch og Erling Haaland unnu saman hjá RB Salzburg. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld. Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira
Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira