Herinn tilkynnti þetta í morgun og sagði jafnframt að þrír hermenn hafi látið lífið þegar brak drónans hrundi til jarðar.
Engels herflugvöllurinn hýsir Tu-95 og Tu-160 sprengjuflugvélar sem notaðar hafa verið til að varpa sprengjum yfir Úkraínu. Talið er að á flugvellinum séu kjarnorkuvopn geymd. Þá segja Úkraínumenn að þaðan sé linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu, stýrt.
Úkraínumenn gerðu einnig árás á flugvöllinn í byrjun desember.
Þá hefndu Rússar sín með loftskeytaárásum á Úkraínu sem jöfnuðu heimili við jörðu og felldu almenna borgara, að því er segir í frétt AP um málið.