Gefur í skyn að HM-stjörnurnar hvíli allar þegar enski boltinn fer aftur af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2022 08:00 Antonio Conte gæti gefið öllum þeim leikmönnum sem fóru á HM frí þegar Tottenham mætir Brentford í dag. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur gefið það í skyn að hann muni hvíla alla þá leikmenn sem tóku þátt á heimsmeistaramótinu í Katar þegar liðið mætir Brentford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM síðar í dag. Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Nú eru aðeins átta dagar síðan heimsmeistaramótinu lauk og því ekki óeðlilegt að einhverjir leikmenn séu þreyttir eftir langt og strangt mót. Conte hefur nú þegar staðfest það að þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í úrslitaleik HM þann 18. desember fái hvíld. Tottenham verður því án fyrirliðans Hugo Lloris og miðvarðarins Christian Romero. „Ég er ekki mjög glaður,“ sagði Conte. „Á einn hátt er ég glaður af því að frá mínu liði eru 12 leikmenn að spila á heimsmeistaramótinu, sem þýðir að við erum að gera eitthvað rétt, getum verið samkeppnishæfir og farið að keppa um einhverja titla.“ „En það er eðlilegt þegar þú ert með svona marga leikmenn á móti sem þessu, sérstaklega á miðju tímabili, að þú lendir í vandræðum með leikjaálag og annað líkamlegt vesen.“ „Það er ómögulegt að gefa þeim langa hvíld. Þeir leikmenn sem fóru ekki á HM hafa verið að æfa vel seinustu fjórar vikur og nú eru þeir í frábæru formi. Við höfum unnið mikið í tæknilegum hlutum leiksins, sem og líkamlegum. Nú eru þeir komnir á það stig að vera í betra standi en leikmennirnir sem fóru á HM.“ „Þess vegna held ég að ég þurfi að taka sem besta ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Á einum endanum er ég með leikmenn sem ég vann með seinustu fjórar vikur og á hinum endanum er ég með leikmenn sem æfðu á heimsmeistaramótinu og eru ekki í sínu besta standi eins og er,“ sagði Conte að lokum. Tottenham sækir Brentford heim klukkan 12:30 í dag. Liðið situr í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, átta stigum á eftir erkifjendum sínum í Arsenal sem tróna á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira