Segir að Phillips hafi komið of þungur heim af HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 15:00 Kalvin Phillips hefur ekki beint átt draumabyrjun eftir að hann gekk í raðir Manchester City. Alex Pantling - The FA/The FA via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ástæðan fyrir því að miðjumaðurinn Kalvin Phillips hafi ekki verið í leikmannahópnum þegar liðið mætti Liverpool í enska deildarbikarnum síðastliðinn föstudag hafi verið að leikmaðurinn hafi komið of þungur heim af HM í Katar. Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum. Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Það kom einhverjum á óvart að sjá að Kalvin Phillips væri ekki í leikmannahópi City gegn Liverpool á föstudaginn. Upphaflega gaf Pep ekki mikla útskýringu á því, nema að leikmaðurinn væri ekki til taks. Hann hefur þó gefið útskýringu núna og segir að Phillips hafi einfaldlega ekki verið í nógu góðu standi eftir HM. „Hann er ekki meiddur. Hann kom of þungur til baka,“ sagði Pep, en sagðist þó ekki hafa neina útskýringu á því af hverju hann hafi komið of þungur til baka. „Hann kom ekki til baka í nógu góðu standi fyrir æfingarnar eða til að spila.“ Pep Guardiola says Kalvin Phillips has returned to Man City "overweight" from World Cup duty. pic.twitter.com/OpUbPAn7iG— ESPN UK (@ESPNUK) December 24, 2022 Phillips lék tvo leiki á HM fyrir enska landsliðið þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Wales og Senegal. Hann gekk í raðir Manchester City frá Leeds fyrir 45 milljónir punda í sumar, en hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. Hans eini leikur á tímabilinu var gegn West Ham í ágúst, en þá kom hann inn á sem varamaður á seinustu mínútu leiksins. Alls hefur Phillips komið við sögu í fjórum leikjum fyrir City í öllum keppnum og í öll skiptin hefur hann komið inn af varamannabekknum. Seinast þegar hann kom við sögu hjá liðinu var gegn Chelsea í enska deildarbikarnum þann 9. nóvember. Næsti leikur liðsins er gegn hans gömlu félögum í Leeds næstkomandi miðvikudag. Ekki er vitað hvort Phillips verður kominn í nógu gott líkamlegt stand að mati þjálfarans fyrir þann tíma, en þrátt fyrir vonbrigðatímabil hjá sínu nýja félagi segir Pep að þessi 27 ára miðjumaður sé nauðsynlegur hlekkur í liðinu. „Þegar hann verður tilbúinn mun hann spila. Við þurfum á honum að halda. Við þurfum virkilega á honum að halda,“ sagði Pep að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira