Hefur engar áhyggjur af Kane eftir vítaklúðrið: „Erum að tala um heimsklassa framherja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2022 18:00 Antonio Conte hefur ekki áhyggjur af Harry Kane. James Williamson - AMA/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur engar áhyggjur af framherja liðsins, Harry Kane, eftir að hann misnotaði vítaspyrnu gegn Frökkum í átta liða úrslitum HM í Katar. Vítaklúðrið þýddi að Englendingar féllu úr leik, en Conte segist hafa fylgst vel með framherjanum eftir að hann kom aftur til æfinga. „Ég hef í alvöru engar áhyggjur af honum. Ég er búinn að fylgjast vel með honum síðan hann kom til baka,“ sagði Conte. „Við erum að tala um heimsklassa framherja.“ Kane skoraði tvö mörk á HM í Katar og var eitt þeirra úr vítaspyrnu gegn Frökkum fyrr í sama leik. „Í fótbolta erum við með mikið af spennandi augnablikum, en þú getur líka fengið augnablik þar sem þú ert mjög vonsvikinn eftir að hafa misnotað seinna vítið. Hann skoraði úr fyrra vítinu.“ „Þegar ég var leikmaður þá klikkaði ég aldrei á vítum af því að ég tók þau ekki. Aldrei. Af því að ég var ömurlegur í því. En ég upplifði vítaspyrnukeppnina sem við töpuðum á HM á móti Brasilíu og maður er virkilega sár og vonsvikinn,“ sagði Conte, en hann var hluti af ítalska landsliðinu sem tapaði gegn Brasilíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik HM 1994. „Til að byrja með ertu sár, en svo veistu að þú þarft að halda áfram. Fótboltinn gefur þér annað tækifæri til að njóta þess að spila,“ sagði Conte að lokum. Conte og Kane verða í eldlínunni þegar Tottenham heimsækir Brentford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM-pásuna á morgun klukkan 12:30. Tottenham situr í öðru sæti deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki og getur jafnað Englandsmeistara Manchester City að stigum með sigri, í það minnsta tímabundið. Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Ég hef í alvöru engar áhyggjur af honum. Ég er búinn að fylgjast vel með honum síðan hann kom til baka,“ sagði Conte. „Við erum að tala um heimsklassa framherja.“ Kane skoraði tvö mörk á HM í Katar og var eitt þeirra úr vítaspyrnu gegn Frökkum fyrr í sama leik. „Í fótbolta erum við með mikið af spennandi augnablikum, en þú getur líka fengið augnablik þar sem þú ert mjög vonsvikinn eftir að hafa misnotað seinna vítið. Hann skoraði úr fyrra vítinu.“ „Þegar ég var leikmaður þá klikkaði ég aldrei á vítum af því að ég tók þau ekki. Aldrei. Af því að ég var ömurlegur í því. En ég upplifði vítaspyrnukeppnina sem við töpuðum á HM á móti Brasilíu og maður er virkilega sár og vonsvikinn,“ sagði Conte, en hann var hluti af ítalska landsliðinu sem tapaði gegn Brasilíu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik HM 1994. „Til að byrja með ertu sár, en svo veistu að þú þarft að halda áfram. Fótboltinn gefur þér annað tækifæri til að njóta þess að spila,“ sagði Conte að lokum. Conte og Kane verða í eldlínunni þegar Tottenham heimsækir Brentford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM-pásuna á morgun klukkan 12:30. Tottenham situr í öðru sæti deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki og getur jafnað Englandsmeistara Manchester City að stigum með sigri, í það minnsta tímabundið.
Enski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira